VEGG : LÍMMIÐAR

VEGG er nýtt íslenskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir vegglímmiða til að skreyta og fegra veggi innandyra. Vörulínurnar eru tvær: Farsæla frón -vegglímmiðar með áherslu á sögu, menningu og náttúru Íslands. Kvak -vegglímmiðar unnir af myndlistarkonunni Guðrúnu Sigurðardóttur. Eigendur fyrirtækisins eru systurnar Kristín Harðardóttir, Lilja Björk Runólfsdóttir og Sigrún Þuríður Runólfsdóttir. Þær eru jafnframt hönnuðir límmiðanna í vöruflokknum farsælda frón.

Áhersla er lögð á gæði og endingu vörunnar og því er úrvalsefni notað í framleiðsluna. Límmiðarnir eru úr sterkri fjölliðafilmu sem lagar sig vel að veggnum og hefur ekki tilhneigingu til að flagna af eins og lakari filmur geta gert. Umbúðir límmiðanna eru sterkar og því er auðvelt að ferðast með þá án þess að þeir verði fyrir hnjaski. Stærri límmiðunum er pakkað í pappahólka og þeim minni í umslög með styrkingu. Ásetning límmiðanna er einföld og þeim fylgja greinagóðar textaleiðbeiningar á íslensku og ensku.

 VEGG límmiðarnir fást í Epal.

NÝTT FRÁ TULIPOP

Enn ein litrík og krúttleg fígúran var að mæta í Tulipop ævintýraheiminn. Fígúran heitir Freddi og skreytir hann núna skemmtilega myndskreytta melamín diska, bolla og skálar.

Skemmtileg íslensk hönnun!

NÝTT FRÁ MENU

Hér má sjá brot af vörulínu danska hönnunarfyrirtækisins MENU, þeir eru að koma mjög sterkt inn um þessar mundir með ferskar og flottar vörur. Við mælum með að fletta í gegnum vörubækling þeirra sem finna má HÉR, nokkrar af vörunum eru þegar komnar í Epal, aðrar eru væntanlegar en einnig er hægt að panta allar vörurnar frá MENU hjá okkur. 

Fallegar vörur sem við erum afskaplega spennt yfir.

WRONG for HAY

Breski hönnuðurinn Sebastian Wrong og danski hönnunarframleiðandinn HAY hófu samstarf fyrr á árinu og var afrakstur samstarfsins kynntur á London Design Festival í síðustu viku.

Wrong for HAY er lína af 34 vörum, allt frá ljósum, keramík, glervörum og húsgögnum. Upphaflega átti samstarfið að snúast um að Wrong hannað ljósalínu fyrir HAY en konseptið stækkaði og stækkaði þar til að komin var heil lína af ýmsum skemmtilegum vörum. Hönnuðir allsstaðar að koma að hönnunarlínunni og þar má t.d. nefna tískuhönnuðinn Bernhard Wilhelm og Nathalie Du Pasquier ein af stofnendum Memphis hópsins. Við erum sérstaklega spennt fyrir einni vöru úr línunni Wrong for HAY, en það er rifdagatal frá hönnunartvíeikinu íslenska Snæfríð Þorsteins og Hildigunni Gunnarsdóttur.

Íslensk hönnun fyrir HAY.

Spennandi nýja línan Wrong for HAY

NÝTT FRÁ IITTALA

Spennandi nýjungar voru að bætast við annars frábært vöruúrval finnska hönnunarrisans Iittala. Vakka og Meno eru fallegar og sniðugar geymslulausnir fyrir heimilið sem hægt er að nota á marga vegu.

Vakka geymsluboxin hannaði hönnunarteymið Alto+Alto. Vakka geymsluboxin eru staflanleg og koma í nokkrum stærðum og tveimur litum, náttúrulegum (krossvið) og hvítum lit.

Hönnuðurinn Harri Koskinen sá um hönnun á Meno pokanum (á finnsku þýðir orðið “to go”), pokinn kemur í þremur stærðum og er úr þæfðu Polyester efni. Hægt er að nota pokana á marga vegu, sá minnsti hentar t.d. vel undir skjöl og i-pad, miðjustærðin er frábær til að sinna daglegum erindum og hentar einnig sem verslunarpoki. Sá stærsti bíður upp á ótrúlegt geymslupláss og er jafnvel hentugur til að skella í bílinn fyrir helgarferðina. Hönnuðurinn sjálfur, Harri Koskinen, dásamar pokann og segist nota þann stærsta þegar hann fer í skíðaferðalag með fjölskyldunni.

Falleg finnsk hönnun.

 

PÖNTUNARSÍÐA EPAL

Hefur þú kynnt þér pöntunarsíðu Epal.is? Þar getur þú pantað vörur af heimasíðu okkar og fengið þær sendar heim að dyrum eða sótt í verslun okkar Skeifunni 6. Einnig ef að þú átt leið um Keflarvíkurflugvöll getur þú sótt vöruna í Epal Design og fengið Tax free. Skemmtilegur valkostur fyrir þá sem kjósa þægindi þess að versla á netinu.

The more the merrier kertastjakinn frá Muuto er til á pöntunarsíðunni

Ljós og lampar eftir Verner Panton

Grass vasinn frá Normann Copenhagen

Maribowl skálarnar eru klassískar og frábær tækifærisgjöf

Erum með gott úrval af Ferm Living vörum, hitaplattar úr korki hafa verið vinsælir

Þetta er aðeins brot af vöruúrvalinu, kynntu þér pöntunarsíðuna nánar HÉR

RO FRÁ FRITZ HANSEN

Spænski hönnuðurinn Jamie Hayon hannaði stólinn RO fyrir Fritz Hansen og var hann upphaflega kynntur til sögunnar á hönnunarsýningunni Salone del Mobile í Mílanó fyrr á þessu ári, hann kom þó ekki í verslanir fyrr en núna í september. Ro er mikið meira en venjulegur hægindarstóll, hann er mjög rúmgóður eða með 1,5 sæti og þarna er því hægt að sitja og slaka á með t.d. dagblaðið, tölvuna eða barnið við hliðina á þér í ró og næði.

Form stólsins sem er einfalt og elegant er innblásið frá mannslíkamanum, mikil vinna var sett í að þróa það, en Jamie Hayon vildi hanna stól sem væri bæði fallegur ásamt því að bjóða upp á mikil þægindi.

Nafnið Ro þýðir ró á dönsku. Nafnið var valið afþví að það nær að fanga vel það sem stóllinn stendur fyrir í aðeins tveimur stöfum, ásamt því að hafa norræna nálgun.

Stóllinn Ro er núna til hjá okkur í Epal.

GRAND PRIX

Grand Prix stóllinn eftir Arne Jacobsen var fyrst kynntur til sögunnar árið 1957 en þá hét hann Model 3130. Sama ár var stóllinn sýndur á hönnunarsýningu í Mílanó þar sem hann hlaut ‘Grand Prix’ verðlaun sýningarinnar, eða það besta af sýningunni, nafnið festist við stólinn og þekkja nú hann flestir sem Grand Prix. Þrátt fyrir þessa glæstu viðurkenningu þá hefur minna farið fyrir stólnum en bræðrum hans, Sjöunni og Maurnum sem flestir þekkja, en Grand Prix gefur þeim þó ekkert eftir í formfegurð sinni og gæðahönnun. Upphaflega var stóllinn hannaður með viðar og -stálfótum, og var framleiddur í þeim útgáfum í nokkur ár eða þar til Fritz Hansen hætti framleiðslu á stólnum. Árið 1991 hófu þeir aftur framleiðslu á Grand Prix en þá aðeins með viðarfótum sem var þó aftur tekinn úr framleiðslu fjórum árum síðar. Í dag er stóllinn framleiddur með krómhúðuðum stálfótum í beyki, valhnotu og kemur í 9 litum. 

 Einstakur stóll með skemmtilega sögu.