RO FRÁ FRITZ HANSEN

Spænski hönnuðurinn Jamie Hayon hannaði stólinn RO fyrir Fritz Hansen og var hann upphaflega kynntur til sögunnar á hönnunarsýningunni Salone del Mobile í Mílanó fyrr á þessu ári, hann kom þó ekki í verslanir fyrr en núna í september. Ro er mikið meira en venjulegur hægindarstóll, hann er mjög rúmgóður eða með 1,5 sæti og þarna er því hægt að sitja og slaka á með t.d. dagblaðið, tölvuna eða barnið við hliðina á þér í ró og næði.

Form stólsins sem er einfalt og elegant er innblásið frá mannslíkamanum, mikil vinna var sett í að þróa það, en Jamie Hayon vildi hanna stól sem væri bæði fallegur ásamt því að bjóða upp á mikil þægindi.

Nafnið Ro þýðir ró á dönsku. Nafnið var valið afþví að það nær að fanga vel það sem stóllinn stendur fyrir í aðeins tveimur stöfum, ásamt því að hafa norræna nálgun.

Stóllinn Ro er núna til hjá okkur í Epal.