Íslensk hönnun á forsíðu Nordic Living

Það er ánægjulegt að sjá íslenska hönnun njóta sín á fallegu heimili sem prýðir forsíðu Nordic Living, tímariti sem gefið er út tvisvar sinnum á ári af Bo Bedre.

Regina blómavasar er hönnunin sem um ræðir, eftir Ingólf Örn Guðmundsson iðnhönnuð og fást þeir í Epal.
Regina er einfaldur þrýhyrndur vasi sem má raða saman á ólíka vegu eftir hæð eða lit. Vasinn getur staðið einn og sér eða sem vasi fyrir greinar eða blóm. Regina kemur í þremur mismunandi hæðum: 36 cm, 29 cm og 24 cm og í svörtu eða gráu.
Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal: https://www.epal.is/vorur/islensk-honnun/regina/

CH24 úr mahóní – aðeins þann 8. apríl

HANS J. WEGNER AFMÆLISÚTGÁFA · CH24
Einstakur safngripur · háglansandi mahóní
Til að fagna merkri arfleið Hans J. Wegner kynnir Carl Hansen & Søn einstaka viðhafnarútgáfu af Wishbone stólnum í takmörkuðu upplagi úr vottuðu mahóní, glæsilegum og sjaldgæfum við sem einkennist af djúpum og jöfnum lit.
CH24 afmælisútgáfan verður aðeins fáanleg þann 8. apríl 2021
Verð: 139.000.-