FERMINGARGJAFIR: HRING EFTIR HRING

Skartgripafyrirtækið Hring eftir hring hef komið með á markað sérstaka línu af hálsmenum, eyrnalokkum og armböndum handa yngri stúlkum. Línan er öll léttari og minni um sig og hentar því vel í t.d. fermingargjafir.


Sett af hálsmeni og eyrnalokkum kostar 14.200 kr. og sett af armbandi og eyrnalokkum kostar 7.500 kr.

Fæst í Epal Skeifunni.

NÝTT FRÁ BY NORD

By Nord er danskt hönnunarmerki sem sérhæfir sig í fallegum fylgihlutum fyrir heimilið, þá helst prentuðum textílvörum Þekktustu vörur þess eru án efa fallegir púðar sem flestir eru skreyttir með myndum af dýrum. By Nord sækir innbástur í hráa en fallega norræna náttúru og sjá má t.d. íslenska hestinn og lunda prýða nokkrar vörur.

Úrvalið frá By Nord er gott og erum við hjá Epal afskaplega hrifin af þessu merki, vonandi eruð þið það líka!

HÖNNUNARMARS Í EPAL

Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd:

Hönnunarmars hefst í dag í Epal Skeifunni, miðvikudaginn 26.mars. Opnunarhóf stendur á milli kl.17-19.

Sýnd verður áhugaverð hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, 30 hönnuðir kynna 60 nýjar vörur. Epal hefur frá stofnun 1975 haft að leiðarljósi að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja hönnun og gæðavörur sem skara fram úr.

Hér að neðan má sjá lítið brot af því sem sjá má í Epal á Hönnunarmars.

Anna Þórunn Hauksdóttir kynnir lampann KOL 305.

Ingibjörg Hanna kynnir nýja línu af púðum og rúmfötum ásamt fallegri rólu fyrir heimilið.

Sigríður Hjaltdal Pálsdóttir kynnir línuna Famlily frá BYBIBI.

María Dýrfjörð kynnir munsturlínuna Hulduheimur sem er innblásin af verkum Guðjóns Samúelssonar húsameistara.

Dagný Björg Stefánsdóttir kynnir fyrstu vöru sína, kollinn Okta.

Inga Sól Ingibjargardóttir kynnir m.a. fjölnota húsgagnið Ask.

Guðrún Valdimarsdóttir kynnir skrifborðið Hylur.

 Þér er boðið á opnun Hönnunarmars í Epal Skeifunni 6, miðvikudaginn 26 mars kl 17-19.

Sjáumst

 

CHADWICK SKRIFBORÐSSTÓLLINN

Hönnuðurinn og frumkvöðullinn Don Chadwick hannaði skrifborðsstólinn Chadwick árið 2005 sem framleiddur er af Knoll. Chadwick hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun stólsins sem er bæði góður funda- og skrifborðstóll. Chadwick stóllinn sameinar falleg form og hámarksþægindi og veitir einstaklega góðan stuðning við bak og fætur. Með einu handtaki er hægt að stilla hæð og bak stólsins, ásamt því að hækka/lækka arma eftir því hverslags verkefni er verið að vinna.

Chadwick stóllinn er á tilboði núna í Epal.

Loksins færðu stuðning í vinnunni!

NÝTT Í EPAL: ONE NORDIC

Við kynnum með stolti nýtt fyrirtæki í Epal, One Nordic.

One Nordic framleiðir húsgögn og fylgihluti fyrir heimilið eftir bestu norrænu hönnuðina að hverju sinni, ásamt því framleiða þeir einnig vörur eftir erlenda hönnuði sem þeirra hugmynd um hvað norræn hönnun stendur fyrir. Fyrirtækið er stundum kallað “lúxus Ikea” en vörurnar þeirra koma ósamsettar með leiðbeiningum og því ekki að furða þessa samlíkingu. Þó þarf engin verkfæri né skrúfur og ætti því að vera auðvelt fyrir hvern sem er að setja þau saman og aftur í sundur við flutninga. Það sparar kostnað við flutninga á milli landa og geta þeir því boðið upp á sanngjörn verð miðað við hágæða hönnunarvörur.

One Nordic er með puttann á púlsinum þegar kemur að trendum í hönnunarheiminum en býður einnig upp á gott úrval af klassískum vörum.


Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur heimasíðu One Nordic; www.onenordic.com

Hægt er að panta allar vörur frá þeim.

NÝTT FRÁ TULIPOP

Tvær nýjar og skemmtilegar vörur frá Tulipop voru að koma á markað, en það eru minnisbækur og teygjumöppur með sætu sveppasystkinunum Bubble og Gloomy. Minnisbækurnar eru virkilega vandaðar, en í þeim eru límmiðar, og bæði auðar og línustrikaðar blaðsíður. Bækurnar eru því tilvaldar til notkunar hvort sem er sem skissubækur, minnisbækur eða dagbækur. Teygjumöppurnar eru frábærar fyrir pappírana, jafn fyrir skólakrakka sem á skrifstofuna.


Skoðið allan ævintýraheim Tulipop og sjáið alla vörulínuna á www.tulipop.is en þar má einnig lesa sögur um allar persónur Tulipop heimsins, prenta út myndir til að lita og fleira skemmtilegt. Fylgist með Tulipop á Facebook á www.facebook.com/tulipop

Tulipop vörurnar fást í Epal.

CONRAN SHOP HEIMSÓTT

Elísabet Ómarsdóttir innanhússarkitekt og bloggari á vefsíðunni EÓ innanhússarkitekt heimsótti nýlega fallega hönnunarverslun í París og leyfir okkur að deila myndum þaðan með ykkur.

Conran shop í París er algjört augnakonfekt. Þar er að finna falleg gæða húsgögn, ljós, gjafavöru og allavega fylgihluti eins og töskur og úr. Vöruúrvalið er skemmtilega fjölbreytt og mjög svipað og Epal í Skeifunni býður upp á. Verslunin er með hin ýmsu fyrirtæki á sínum vegum, hin klassísku dönsku fyrirtæki eins og Fritz Hansen, Gubi, Louis Poulsen og Carl Hansen og svo mætti lengi telja. Fyrir áhugasama þá er gaman að kíkja á síðuna þeirra conranshop.fr”

Fjölbreytt úrval af stólum eins og hinn svarti Masters og glæri Victoria Ghost stóllinn frá Kartell.
Bólstraði stóllinn þar við hliðina er frá Gubi.

Stool 60 frá Artek fást í Epal, kollurinn var hannaður árið 1933 af Alvar Alto.
Í dag eru kollarnir framleiddir í allavega fallegum litum eins og sést hér að ofan.

Bertoia Diamond chair frá Knoll, hannaður árið 1952. Fyrir aftan sést í Y stólinn, hannaður af Hans J.Wegner og framleiddur af Carl Hansen.

Adnet spegilinn frá Gubi kemur líka í svörtu og þremur mismunandi stærðum. Borðlampinn heitir Panthella frá Louis Poulsen og er líka fáanlegur sem gólflampi.

Hvíti borðlampinn er frá Louis Poulsen og er einnig framleiddur sem gólflampi í nokkrum litum.

Það kemur vel út að raða Sjöunni upp og sjá alla lita og viðartónana.

PK 22 stólarnir frá Fritz Hansen í brúnu leðri.

 Svana sófinn í leðri er algjörlega ómótstæðilegur. 

CH 07 stólinn frá Carl Hansen er meira lifandi með skemmtilega munstruðu skinni.

Eggið eftir Arne Jacobsen tekur sig vel út hvar sem er!

Falleg frönsk hönnunarverslun!

30 ÁRA AFMÆLISTILBOÐ Á MONTIS SÓFUM

Í tilefni af 30 ára afmæli hollenska sófaframleiðandans Montis bjóðum við upp á afmælistilboð á 3,5 sæta Axel sófanum frá Montis.

Montis var stofnað árið 1974 og hafa þeir að leiðarljósi í hönnun sinni að hanna móderníska sófa með miklum þægindum.

Axel sófinn sem hannaður er af Gijs Papavoine er fullkominn sófi fyrir allar stofur. Sófinn er nokkuð hár sem gerir auðveldara fyrir að standa upp úr honum og sófafætur eru látlausar og lítið ber á þeim og mætti jafnvel halda að sófinn fljóti á gólfinu.

Einstaklega smart og þægilegur sófi sem er á frábæru tilboði! Komdu og kynntu þér Axel sófann frá Montis.

SÉRFRÆÐINGAR FRÁ ERIK JØRGENSEN Í EPAL

Erik Jørgensen er einn stærsti sófaframleiðandi í Skandinavíu. Erik Jørgensen stofnaði samnefnt fyrirtæki sitt árið 1954 í Svendborg í Danmörku en hann hafði áður starfað sem söðlasmiður og bólstrari, hann hafði áhuga á að snúa sér að húsgögnum og eftir að hann hafði komið sér upp verkstæði hóf hann að framleiða sófa.

Erik Jørgensen fyrirtækið hefur alltaf haldið sig við að að handgera allt sem hægt er að vinna í höndum og er það lykillinn af velgengni fyrirtækisins, þeir eru í raun lítið fyrirtæki í Danmörku en orðspor þeirra er mikið stærra. Vörulína þeirra er breið og sófa að finna í mörgum verðflokkum.

 Sófinn Delphi er einn af vinsælustu sófum fyrirtækisins, en hann er úr hágæðaleðri og endist gífurlega vel og lengi.

Sófinn Lagoon er hannaður af Hee Welling og Guðmundi Lúðvíks. Sófinn er framleiddur úr við, textíl og leiðri.

 

Helgina 6.-8.mars verða sérfræðingar frá Montana og Erik Jørgensen í verslun okkar Skeifunni 6.
40% afsláttur verður af sérvöldum einingum frá Montana og 20% afsláttur af öllum pöntunum frá bæði Montana og Erik Jørgensen.
Ekki láta þetta framhjá þér fara!