SÉRFRÆÐINGAR FRÁ ERIK JØRGENSEN Í EPAL

Erik Jørgensen er einn stærsti sófaframleiðandi í Skandinavíu. Erik Jørgensen stofnaði samnefnt fyrirtæki sitt árið 1954 í Svendborg í Danmörku en hann hafði áður starfað sem söðlasmiður og bólstrari, hann hafði áhuga á að snúa sér að húsgögnum og eftir að hann hafði komið sér upp verkstæði hóf hann að framleiða sófa.

Erik Jørgensen fyrirtækið hefur alltaf haldið sig við að að handgera allt sem hægt er að vinna í höndum og er það lykillinn af velgengni fyrirtækisins, þeir eru í raun lítið fyrirtæki í Danmörku en orðspor þeirra er mikið stærra. Vörulína þeirra er breið og sófa að finna í mörgum verðflokkum.

 Sófinn Delphi er einn af vinsælustu sófum fyrirtækisins, en hann er úr hágæðaleðri og endist gífurlega vel og lengi.

Sófinn Lagoon er hannaður af Hee Welling og Guðmundi Lúðvíks. Sófinn er framleiddur úr við, textíl og leiðri.

 

Helgina 6.-8.mars verða sérfræðingar frá Montana og Erik Jørgensen í verslun okkar Skeifunni 6.
40% afsláttur verður af sérvöldum einingum frá Montana og 20% afsláttur af öllum pöntunum frá bæði Montana og Erik Jørgensen.
Ekki láta þetta framhjá þér fara!