Love lakkrísinn er kominn í Epal

LOVE lakkrísinn er mættur í Epal. Fruity Caramel er ljúffengur saltur lakkrís með Dulce de Leche súkkulaði og sólberjum, og Strawberry & Cream er sætur súkkulaðihjúpaður lakkrís með jarðarberjum og rjóma.
LOVE lakkrísinn er ómótstæðilegur og við mælum með að smakka báðar tegundir.

Ef þú ert að leita að hinni fullkomnu tækifærisgjöf handa ástinni þinni þá er LOVE lakkrísinn sjálfur frá Lakrids by Bülow ómótstæðilega góður og ekki skemmir fyrir hversu fallega hannaðar umbúðirnar eru. LOVE lakkrísinn er tilvalinn til að deila með ástinni sinni.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal 

Vinsæla lakkrísduftið frá Lakrids by Bülow er komið aftur

Vinsæla lakkrísduftið frá Lakrids By Bülow er komið aftur. Það þykir ómissandi að margra mati við ýmsa matargerð, í morgungrautinn, í kaffið eða desertinn. Við mælum með að þú prófir!

Danska fyrirtækið Lakrids by Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakrids by Bülow er líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna og er hann aðeins seldur í vel völdum verslunum þar sem gæði og hönnun haldast í hendur.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal 

Fjölnota bómullarskífur frá Humdakin

Fjölnota bómullarskífurnar frá Humdakin eru góðar til að hreinsa andlit kvölds og morgna og eru einnig góðar fyrir plánetuna. Í pokanum eru 15 prjónaðar bómullarskífur úr 100% lífrænum bómul.
Best er að þvo skífurnar á 60°C án mýkingarefnis. Til að fá ferskan ilm í þvottinn mælum við með því að nota Humdakin þvottaefnið. Verð: 2.700 kr.

Eggið með áklæði úr endurunni ull

Eggið með áklæði úr endurunni ull

Fritz Hansen kynnir nú Eggið, tímalausa hönnun eftir Arne Jacobsen með áklæði úr endurunni ull. Áklæðið er hannað af hinni dönsku Margrethe Odgaard sem þykir einn færasti hönnuður samtímans. Falleg og umhverfisvæn hönnun sem endist í lífstíð.
‘Re-Wool’ textíllinn er unnin úr 45% endurunnri ull. „Hugmyndin var að skapa bæði heiðarlegan og umhverfisvænan textíl með ljóðrænum blæ með því að endurvinna afgangsefni úr eigin framleiðslu Kvadrats,“ útskýrir Margrethe Odgaard.

Það gleður okkur að bjóða nú upp á Eggið í endurunnu ullaráklæði sem fáanlegt er í 21 litum, nú á sérstöku tilboði sem gildir til 1. mars 2021.