Eggið með áklæði úr endurunni ull

Eggið með áklæði úr endurunni ull

Fritz Hansen kynnir nú Eggið, tímalausa hönnun eftir Arne Jacobsen með áklæði úr endurunni ull. Áklæðið er hannað af hinni dönsku Margrethe Odgaard sem þykir einn færasti hönnuður samtímans. Falleg og umhverfisvæn hönnun sem endist í lífstíð.
‘Re-Wool’ textíllinn er unnin úr 45% endurunnri ull. „Hugmyndin var að skapa bæði heiðarlegan og umhverfisvænan textíl með ljóðrænum blæ með því að endurvinna afgangsefni úr eigin framleiðslu Kvadrats,“ útskýrir Margrethe Odgaard.

Það gleður okkur að bjóða nú upp á Eggið í endurunnu ullaráklæði sem fáanlegt er í 21 litum, nú á sérstöku tilboði sem gildir til 1. mars 2021.