Eggið með áklæði úr endurunni ull

Eggið með áklæði úr endurunni ull

Fritz Hansen kynnir nú Eggið, tímalausa hönnun eftir Arne Jacobsen með áklæði úr endurunni ull. Áklæðið er hannað af hinni dönsku Margrethe Odgaard sem þykir einn færasti hönnuður samtímans. Falleg og umhverfisvæn hönnun sem endist í lífstíð.
‘Re-Wool’ textíllinn er unnin úr 45% endurunnri ull. „Hugmyndin var að skapa bæði heiðarlegan og umhverfisvænan textíl með ljóðrænum blæ með því að endurvinna afgangsefni úr eigin framleiðslu Kvadrats,“ útskýrir Margrethe Odgaard.

Það gleður okkur að bjóða nú upp á Eggið í endurunnu ullaráklæði sem fáanlegt er í 21 litum, nú á sérstöku tilboði sem gildir til 1. mars 2021.

Tilboð: Kaupir þú Egg fylgir skammel frítt með

Við kynnum frábært tilboð á Egginu ásamt skammel – kaupir þú Egg fylgir skammel frítt með*.

Eggið er ein þekktasta hönnun Arne Jacobsen sem framleitt er af danska húsgagnaframleiðandanum Fritz Hansen. Eggið var hannað árið 1958 fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn, en ásamt Egginu hannaði Arne Jacobsen einnig Svaninn og Dropann fyrir hótelið. Eggið er tímalaus klassík þekkt um allan heim og er eftirsóttur hægindarstóll hjá þeim sem kjósa gæði og þægindi. Eggið er fáanlegt í leðri og með textíl og við kynnum núna frábært tilboð á Egginu þar sem skammel fylgir frítt með kaupunum.

*Gildir um öll áklæði og leður Egg. Gildistími er 1. – 30. nóvember.

EGGIÐ Á FRÁBÆRU TILBOÐI

60 ár með Egginu – frábært tilboðsverð

Við kynnum frábært tilboð á Egginu, einni þekktustu hönnun Arne Jacobsen sem framleitt er af danska húsgagnaframleiðandanum Fritz Hansen. Eggið var hannað árið 1958 fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn, en ásamt Egginu hannaði Arne Jacobsen einnig Svaninn og Dropann fyrir hótelið. Eggið er tímalaus klassík þekkt um allan heim og er eftirsóttur hægindarstóll hjá þeim sem kjósa gæði og þægindi. Eggið er fáanlegt í leðri og með textíl og við kynnum núna frábært tilboð á Egginu í Hallindal áklæði sem gildir til 1. desember.

EINSTÖK 60 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFA FRÁ FRITZ HANSEN / EGGIÐ, SVANURINN & DROPINN

TÍMALAUS KLASSÍK Á RÉTTUM TÍMA

Við fögnum 60 árum með Egginu™, Svaninum™ og Dropanum™.

Til þess að fagna 60 ára afmæli nokkra þekktustu hönnuna Arne Jacobsen, vinnur Fritz Hansen með einstök efni þar sem áherslan er ekki eingöngu lögð á útlit heldur einnig snertingu, lykt og aldur. Til viðbótar við að enduspegla munaðinn sem fylgir þessum klassísku hönnunum munu nýju efnin ýta undir persónuleika hvers stóls frá toppi til táar.

60 ára afmælisútgáfan stendur saman af Egginu™ og Svaninum™ í PURE leðri, og Dropanum™ í Sera efni ásamt því eru allir stólarnir á 24 karata gylltum fótum. Lykilorðið er “hreinleiki” þar sem hrein efnin munu öðlast sinn persónuleika með tímanum.

60 ára Afmælislínan inniheldur einnig klassíska KAISER idell™ gólflampann ásamt leðurskemli hönnuðum af Cecilie Manz.

Verið velkomin í Epal Skeifunni og sjáið þessa einstöku safngripi.