Svanurinn á frábæru tilboði

Við kynnum frábært tilboð á Svaninum eftir Arne Jacobsen.

Svanurinn var upphaflega hannaður af Arne Jacobsen árið 1958 fyrir anddyri og setustofur á SAS Royal Hótelinu í Kaupmannahöfn. Á þeim tíma þótti Svanurinn nýstárlegur stóll, engar beinar línur – heldur aðeins mjúkar línur. Þessi formfagri og klassíski stóll hefur notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi og er framleiddur hjá Fritz Hansen. 

Svanurinn er nú á frábæru tilboði frá 1. maí fram til 1. september í Christianshavn áklæði með möguleika á 26 ólíkum litum.

Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni og kynnið ykkur Svaninn á tilboði.

EINSTÖK 60 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFA FRÁ FRITZ HANSEN / EGGIÐ, SVANURINN & DROPINN

TÍMALAUS KLASSÍK Á RÉTTUM TÍMA

Við fögnum 60 árum með Egginu™, Svaninum™ og Dropanum™.

Til þess að fagna 60 ára afmæli nokkra þekktustu hönnuna Arne Jacobsen, vinnur Fritz Hansen með einstök efni þar sem áherslan er ekki eingöngu lögð á útlit heldur einnig snertingu, lykt og aldur. Til viðbótar við að enduspegla munaðinn sem fylgir þessum klassísku hönnunum munu nýju efnin ýta undir persónuleika hvers stóls frá toppi til táar.

60 ára afmælisútgáfan stendur saman af Egginu™ og Svaninum™ í PURE leðri, og Dropanum™ í Sera efni ásamt því eru allir stólarnir á 24 karata gylltum fótum. Lykilorðið er “hreinleiki” þar sem hrein efnin munu öðlast sinn persónuleika með tímanum.

60 ára Afmælislínan inniheldur einnig klassíska KAISER idell™ gólflampann ásamt leðurskemli hönnuðum af Cecilie Manz.

Verið velkomin í Epal Skeifunni og sjáið þessa einstöku safngripi.