Falleg bretti og bakkar um jólin.

Nú er sá tími runninn upp sem einkennist af mörgum góðum heimsóknum og boðum.
Í Epal má finna gott úrval af flottum skurðarbrettum og framreiðslubökkum til að heilla gestina.
Brettin og bakkarnir eru jafnvel tilvalin í jólapakkann.
Grand Cru frá Rosendahl.
Carvingset frá MENU, safinn lekur í svarta bakkann sem svo má tæma og
skurðarbrettið sjálft er úr bambus.
Kjötbretti frá Björg í Bú. Raufarnar í brettinu taka við safanum og er brettið framleitt á Íslandi.
Flottu framleiðslubakkarnir Majamoo.
Iittala bakkarnir svíkja engann, og koma í 2 stærðum.
Einnig erum við með úrval af gæðahönnun úr við frá Scanwood.
Kíktu við og fáðu aðstoð við valið!

Cutfish skurðabretti

Cutfish skurðabrettin er eins konar óður til hafsins og lífsbjargar íslendinga.
Lífræn form algengra fiska sem lifa umhverfis Ísland eru yfirfærð í nytjahlut framleiddan úr matvælavænu plasti sem er mikið notað í frystihúsum og matvælaiðnaði.
Plastið er sterkt og sveigjanlegt, fer vel með hnífa og hrindir frá sér vökva og bakteríum.
Cutfish er afrakstur samstarfs hönnuðanna Fanneyjar Long og Hrafnkels Birgissonar við fyrirtækið Fást ehf.
Cutfish er fáanleg í þremur stærðum, Síld, Karfi og Lax.

Nýtt frá Tulipop

Skemmtilega myndskreyttir melamín diskar eru nýjasta varan frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Tulipop. Diskarnir koma í fjórum mismunandi útgáfum þar sem krúttlegu Tulipop fígúrurnar Bubble, Gloomy, Skully, Wiggly & Wobbly eru í lykilhlutverki.

Diskarnir eru 21,5 cm á þvermál og henta vel sem matardiskar fyrir krakka, kökudiskar fyrir alla fjölskylduna, í grillveisluna, í lautarferð eða bara til að lífga upp á matmálstímann.

Tulipop lagði mikla áherslu á að finna vandaðan og góðan framleiðanda sem gæti tryggt gæði og öryggi plastsins sem notað er í diskana. Framleiðandinn sem varð fyrir valinu hefur fengið ISO9001 gæðavottun og hefur staðist kröfur opinberra eftirlitsaðila í fjölmörgum löndum, s.s. Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna. Framleiðandinn framleiðir vörur fyrir heimsþekkt fyrirtæki á borð við Disney og Target, sem hafa heimsótt verksmiðjur fyrirtækisins til að votta gæði og aðstæður. Tulipop fékk jafnframt alþjóðlegt prófunarfyrirtæki, SGS, til að gera úttekt á diskunum og hefur það staðfest að diskarnir standast ströngustu kröfur.

 

Litríkir diskar frá Tulipop gera matmálstímann skemmtilegri!

 

Nýtt frá Reykjavík Letterpress

Við verðum að deila með ykkur nýju vörunum sem við vorum að fá frá Reykjavík Letterpess:
Við fengum falleg jólakort og merkimiða, og fengum einnig stórskemmtilegar áramótaservíettur og nýársbúnt sem má varla láta fram hjá sér fara fyrir komandi veislur og boð.
Gerum upp árið er pakki með 20 servíettum og 20 mismunandi setningabrotum sem fá gestina til að líta um öxl og rifja upp árið sem er að líða.
Ekki bara servíettur heldur stórskemmtilegur leikur!
Fögnum nýju ári er búnt með 20 öskum þar sem hverjum og einum gefst tækifæri til að skrá og skjalfesta væntingar til nýs árs.
Gott úrval af fallegum merkimiðum á pakkana, jólakortum og jólaservíettum.
Reykjavík Letterpress er hönnunar- og letterpress-stofa í eigu grafísku hönnuðanna Ólafar Birnu Garðarsdóttur og Hildar Sigurðardóttur. Letterpress byggir á aldargamalli prentaðferð og handverki. Skilur eftir sig áþreyfanlega prentgripi sem heilla alla sanna fagurkera. Einn litur er prentaður í einu og til þess að fá sem mesta dýpt og áferð er notaður þykkur og mjúkur 100% bómullarpappír.

Areaware

Við vorum að fá í hús flottar trévörur frá Areaware eftir hönnuðinn David Weeks.

Areaware er amerískt hönnunarfyrirtæki sem framleiðir skemmtilegar vörur eftir ýmsa ameríska hönnuði.

Trédýrin og trévélmennin eru umhverfisvæn leikföng eða flott stofustáss, þitt er valið!

 

Fallegir hönnunarbollar og skissubækur

 

Við vorum að fá í hús fullt af fallegum skissubókum og bollum frá bæði Eames og Pantone.
Bollarnir og skissubækurnar frá Eames eru myndskreytt útfrá House of cards -eða hús spilanna. Árið 1952 völdu Eames hjónin 32 ljósmyndir af hlutum sem þau töldu vera “the good stuff” og hægt var að pússla saman myndunum og leika sér.

 

Hér má sjá Charles Eames með House of cards.

Við fengum einnig nýjar skissubækur og bolla frá Pantone.

En fyrir þá sem ekki vita þá er Pantone alþjóðlegt litakerfi og eiga margir sinn uppáhalds Pantone lit. Hvert ár er einnig valinn Pantone litur ársins og er nýbúið að tilkynna lit ársins 2012 og er það appelsínugulur Pantone 17-1463.

Flott tækifærisgjöf!

Flottar vefnaðarvörur frá HAY

Enn á ný tekst HAY að heilla okkur upp úr skónnum.

Viskustykkin frá þeim eru dásamleg og í flottum og björtum litum sem er þó helsta einkenni Scholten og Baijings sem HAY hannar allar sínar vefnaðarvörur í samstarfi við.

Einnig eigum við von á nýjum rúmfötum frá HAY innan skamms og hægt er að fullvissa sig um það að þau munu slá í gegn.

Nýtt frá Joseph Joseph

Hér má sjá skemmtilegar nýjungar frá hinu margverðlaunaða og sniðuga hönnunarmerki Joseph Joseph.
Arena er flott og stílhrein uppþvottagrind sem losar vatn í vaskinn jafnóðum og heldur jafnframt stellinu á sínum stað með sveigjanlegum stuðningi sem styður við diskana og glösin.
Arena kemur í 2 litum, steingráum og hvítum.
Food station eru bráðsniðugar skurðarbrettamottur sem koma í 3 litum svo auðveldlega má þekkja hvað nota skal fyrir grænmeti, kjöt eða fisk. Þægilegar í notkun og sveigjanlegar og eru svo geymdar saman á glerstandi þegar þær eru ekki í notkun.
No-spill Mill er salt og pipar kvörn sem gengur fyrir batteríum og kemur í veg fyrir að salt eða pipar lendi á dúknum þegar kvörnin er lögð á borðið.
Chop2Pot hefur slegið rækilega í gegn og er til í 2 stærðum og nokkrum flottum litum t.d skærbleikum! Chop2Pot er sveigjanlegt skurðarbretti sem auðveldar að hella innihaldinu í pottinn.
Joseph Joseph bíður einnig gott úrval af áhöldum fyrir eldhúsið og allt skemmtilega litríkt.
Við vorum einnig að fá stand svo hægt er að hengja áhöldin á og hafa við hliðina á eldavélinni!
Virkilega skemmtilegar vörur, og sniðugt í jólapakkann!

Úrauppboð J.S.watch til styrktar KRAFTI

 

Íslenski úraframleiðandinn J.S. Watch, og tveir af fremstu listamönnum þjóðarinnar Erró og Eggert Pétursson ætla að styrkja Kraft, stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra, með sérstöku uppboði.

Það var árið 2010 sem hugmyndin kviknaði hjá eigendum og framleiðendum JS Watch co. Reykjavik úranna að fá til liðs við sig fremstu listamenn þjóðarinnar til að skapa eitthvað alveg sérstakt og leggja það fram sem stuðning við Kraft, stuðningsfélagi ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra.

 

 

Hugmyndin sem lögð var fyrir listamennina var að fá þá til að skreyta skífur tveggja glæsilegra Islandus úra frá JS Watch co. Reykjavik ásamt öskjunni utan um úrin og skapa þannig glæsileg listaverk sem ekki eiga sér hliðstæðu hér á landi. Því næst að halda uppboð á úrunum með það fyrir augum að safna peningum til styrktar Krafti þar sem allur ágóði af uppboðinu rennur óskertur til Krafts.

Nú rúmu ári síðar er afrakstur þessa samstarfs tilbúinn, tvö glæsileg úr og öskjur sem skarta listaverkum Erró og Eggerts Péturssonar og er því um afar sérstaka skartgripi að ræða sem munu án efa vekja eftirtekt og aðdáun um ókomna tíð.

Hér er um einstakt tækifæri fyrir safnara og áhugamenn að eignast afar sérstaka safngripi og það er óvíst að tækifæri til þess að eignast svona verk gefist aftur.

Uppboðið hófst þann 8. desember og lýkur þann 20. janúar kl 10.

Hægt er að fylgjast með uppboðinu á heimasíðu J.S. Watch á www.jswatch.com

Berglind Snorra: Blaðastandur

Berglind Snorra er ungur hönnuður á uppleið og þykir hönnun hennar kraftmikil og djörf, formin eru sterk og fara vel í nútímanum.
Núna er hægt að kaupa flottann blaðastand eftir Berglindi hjá Epal, en blaðastandinn er hægt er að hafa stakann eða tengja nokkra saman. Hann er flottur bæði á gólfi og uppá skenk.
Blaðastandurinn er úr áli og er fáanlegur í þremur litum; eldrauðum, skjannahvítum og dumbgráum.
Flott íslensk hönnun.