Fallegir hönnunarbollar og skissubækur

 

Við vorum að fá í hús fullt af fallegum skissubókum og bollum frá bæði Eames og Pantone.
Bollarnir og skissubækurnar frá Eames eru myndskreytt útfrá House of cards -eða hús spilanna. Árið 1952 völdu Eames hjónin 32 ljósmyndir af hlutum sem þau töldu vera “the good stuff” og hægt var að pússla saman myndunum og leika sér.

 

Hér má sjá Charles Eames með House of cards.

Við fengum einnig nýjar skissubækur og bolla frá Pantone.

En fyrir þá sem ekki vita þá er Pantone alþjóðlegt litakerfi og eiga margir sinn uppáhalds Pantone lit. Hvert ár er einnig valinn Pantone litur ársins og er nýbúið að tilkynna lit ársins 2012 og er það appelsínugulur Pantone 17-1463.

Flott tækifærisgjöf!