Flottar vefnaðarvörur frá HAY

Enn á ný tekst HAY að heilla okkur upp úr skónnum.

Viskustykkin frá þeim eru dásamleg og í flottum og björtum litum sem er þó helsta einkenni Scholten og Baijings sem HAY hannar allar sínar vefnaðarvörur í samstarfi við.

Einnig eigum við von á nýjum rúmfötum frá HAY innan skamms og hægt er að fullvissa sig um það að þau munu slá í gegn.