Nýtt frá Joseph Joseph

Hér má sjá skemmtilegar nýjungar frá hinu margverðlaunaða og sniðuga hönnunarmerki Joseph Joseph.
Arena er flott og stílhrein uppþvottagrind sem losar vatn í vaskinn jafnóðum og heldur jafnframt stellinu á sínum stað með sveigjanlegum stuðningi sem styður við diskana og glösin.
Arena kemur í 2 litum, steingráum og hvítum.
Food station eru bráðsniðugar skurðarbrettamottur sem koma í 3 litum svo auðveldlega má þekkja hvað nota skal fyrir grænmeti, kjöt eða fisk. Þægilegar í notkun og sveigjanlegar og eru svo geymdar saman á glerstandi þegar þær eru ekki í notkun.
No-spill Mill er salt og pipar kvörn sem gengur fyrir batteríum og kemur í veg fyrir að salt eða pipar lendi á dúknum þegar kvörnin er lögð á borðið.
Chop2Pot hefur slegið rækilega í gegn og er til í 2 stærðum og nokkrum flottum litum t.d skærbleikum! Chop2Pot er sveigjanlegt skurðarbretti sem auðveldar að hella innihaldinu í pottinn.
Joseph Joseph bíður einnig gott úrval af áhöldum fyrir eldhúsið og allt skemmtilega litríkt.
Við vorum einnig að fá stand svo hægt er að hengja áhöldin á og hafa við hliðina á eldavélinni!
Virkilega skemmtilegar vörur, og sniðugt í jólapakkann!