Heimsókn frá Jensen 22. – 23. apríl

Sérfræðingur frá Jensen verður hjá okkur í Epal Skeifunni dagana  22.-23. apríl. 10% afsláttur af öllum Jensen rúmum og 20% afsláttur af öllum fylgihlutum frá Jensen. Fáðu aðstoð við að velja rúmið sem hentar þér.

Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár. Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi. Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.

 

Hönnunarmars í Epal Skeifunni 4. – 7. maí

Epal tekur þátt í Hönnunarmars fjórtánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða.
Epal hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu og hluti af því er þátttaka í Hönnunarmars.

Arkitýpa
Erla Sólveig Óskarsdóttir
Erna Einarsdóttir
Freyja Bergsveinsdóttir
ID Reykjavík
Ihanna Home
Inga Elín Design
Jómbi Jónsson
Kormákur og Skjöldur
Morra
Plastplan
Sóley Þráinsdóttir
Þórunn Árnadóttir / 54°Celsius
Ásamt sýningunni Annar Laugavegur sem verður til sýnis í Epal Gallerí Laugavegi 7.
Opnunarhóf Hönnunarmars í Epal Skeifunni er fimmtudaginn 5. maí frá klukkan 17 – 19.
Verið hjartanlega velkomin á HönnunarMars í Epal.

Ný sýning í Epal Gallerí – Galdurinn býr í glerungnum

Galdurinn býr í glerungnum – keramiksýning í Epal Gallerí

Í dag, laugardaginn 9. apríl opnar Daði Harðarson keramiksýningu í nýju galleríi verslunarinnar Epal, Laugavegi 7. Á sýningunni eru handrenndar skálar af ýmsum stærðum.
Skálarnar sem Daði sýnir eru úr postulíni og steinleir með glerungum sem eru meðal annars úr íslenskum gosefnum og íslenskum leir. Efni í leir og glerungunum bráðna saman við brennslu munanna í 1260-1300 °C. „Ég hef mikla þörf fyrir að ögra sjálfum mér. Í hvert skipti sem ég opna ofninn og skoða afraksturinn, hugsa ég um hvernig ég geti þróað mig áfram. Það kemur sífellt á óvart það sem í ofninum er, þó að ég hafi mjög góða þekkingu á samspili efnanna í leir og glerungum.“
Daði lærði keramik í Myndlista- og handíðaskólanum og í Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn. Hann starfaði sem keramiker árin 1985-1991 en þá tók hann sér hlé og einbeitti sér að rekstri hönnunar- og útgáfufyrirtækisins Nýjar víddir. Hann segist hafa séð tækifæri haustið 2020 til að byrja aftur í keramikinu og að hann hafi ekki litið um öxl síðan.
Öll verkin eru unnin á verkstæði hans í Hafnarfirði.
Sýningin stendur til 1. maí og er opin á opnunartíma verslunarinnar.