TRÉÐ Á FRÁBÆRU TILBOÐSVERÐI – TAKMARKAÐ UPPLAG

Klassíska Tréð frá Swedese er núna til á frábæru tilboðsverði í takmörkuðu upplagi – aðeins 43.500 kr. vegghengt / 4 litir í boði.

Tré, fatahengi er sígild hönnun innblásin af náttúrunni og var hannað af Katrínu Ólínu í samstarfi við Michael Young fyrir húsgagnaframleiðandann Swedese. Tréð er eitt af þekktustu verkum sænskrar og íslenskrar samtímahönnunar og er jafnframt ein söluhæsta vara hjá Swedese í dag.

Kíktu á úrvalið í Epal Skeifunni.

NÝTT OG STÆKKANLEGT BORÐ FRÁ FREDERICIA // ANA

Ana er nýtt og stækkanlegt borðstofuborð frá danska húsgagnaframleiðandanum Fredericia, hannað af danska hönnunarstúdíóinu Arda. Borðið býður upp á mikla möguleika með butterfly stækkun sem geymir stækkunina í borðinu sjálfu. Ana borðið sameinar tímalausa hönnun, framúrskarandi handverk, lipra virkni og er fullkomið val fyrir heimilið með fjölbreytta notkunarmöguleika – frá fjölskyldusamkomum til viðskiptafunda.

Einfaldar línur og létt yfirbragð einkenna Ana borðið sem er stækkanlegt frá 220 – 320 cm og komast allt að 12 gestir fyrir við borðið. Ana fæst í fjölbreyttum útgáfum – kynntu þér úrvalið í Epal Skeifunni.

HUMDAKIN FÆR VIÐURKENNINGU FYRIR VÖRU ÁRSINS!

Humdakin fékk á sýningunni Formland verðskuldaða viðurkenningu fyrir “product of the year”. Epal er stoltur söluaðili Humdakin sem er danskt vörumerki sem býður upp á úrval af hágæða og nútímalegum hreinsivörum sem eru auðveldar í notkun, góðar fyrir húðina og áhrifaríkar. Umbúðirnar eru einnig sérstaklega smekklegar og gera þrifin örlítið fallegri og auðveldari. Humdakin er einnig með fallegar textílvörur fyrir eldhús og baðherbergi.

Humdakin gerir út á gæði, notagildi, einfaldleika og skandinavíska hönnun og við erum viss um að þið eigið eftir að elska Humdakin jafn mikið og við.

Vörurnar eru gerðar úr miklum gæðum og eru margar 100% lífrænar og án aukaefna. Vörulínan er innblásin af dönskum ströndum og skógum, með meðvitund um áhrif á umhverfið og er meðal annars allur textíll gerður úr GOTS vottuðum bómull og hreinsivörur ásamt sápum eru án parabena og litaefna. Humdakin viðarvörur eru að auki handgerðar úr 100% lífrænum bambusvið frá Indlandi.

Humdakin línan inniheldur allskyns hreinsivörur, handsápur og handáburð ásamt gæða hekluðum viskastykkjum og borðtuskum gerðum úr 100% lífrænum bómull. Humdakin eru einfaldar fallegar vörur sem skreyta heimilið, kíktu á úrvalið hjá okkur í Epal Skeifunni.

ERTU KLÁR Í SKÓLANN?

Ertu klár í skólann?

Skólarnir hefjast innan skamms og hjá okkur í Epal leynast ýmsar vörur ofan í skólatöskuna eða á vinnuborðið jafnt fyrir yngri kynslóðina sem eldri. Við bjóðum núna upp á betra úrval en nokkru sinni fyrr af vörum sem henta fyrir fyrir skólann, þar má meðal annars nefna fallegar stílabækur frá ýmsum merkjum, skemmtileg og litrík nestisbox, drykkjarílát, skissubækur og margt fleira frá bæði íslenskum og erlendum merkjum.

Er nýr arftaki þekktustu kertastjaka heims fundinn?

Greinin birtist fyrst hjá Framinn.is – skrifuð af Elvu Hrund Ágústsdóttur 

Nýr kertastjaki hefur litið dagsins ljós sem mun án efa fara á „ég verð að eignast“ listann hjá mörgum. Þessi dásemdar stjaki er frá framleiðandanum Gejst og var í undirbúningi í tvö ár, en það er þýski hönnuðurinn Michael Rem sem á heiðurinn að stjakanum.

Kertastjakinn heitir Molekyl og kemur svo sannarlega til með að standast tímans tönn. En margir spegúlantar í Danaveldi velta því fyrir sér hvort stjakinn muni koma til með að taka við af Kubus- og Nagel kertastjökunum sem finnast víða á heimilum í dag og þá er nú mikið sagt.

Molekyl er samsettur úr segul-kúlum, 20 litlum og 20 stórum, sem þú raðar saman að vild, allt eftir þínu höfði. Þú hannar í raun þína útgáfu af stjakanum út frá því hvar og hvernig þú vilt hafa hann. Þú getur auðveldlega raðað nokkrum saman, möguleikarnir eru endalausir – það er einungis hugmyndaflugið sem ræður ferðinni.

Er nýr arftaki þekktustu kertastjaka heims fundinn?

LÚLLA DÚKKAN FÆST Í EPAL SKEIFUNNI

Lúlla dúkkan fræga fæst nú loksins í verslun okkar í Epal Skeifunni.

Lúlla dúkkan er svefnlausn ætluð börnum frá fæðingu. Dúkkan líkir eftir nærveru foreldris í slökun og spilar upptöku af hjartslætti og jóga öndun í 8 klukkustundir. Hönnun Lúllu byggir á rannsóknum sem sýnt hafa að nærvera bætir svefn, vellíðan og öryggi. Lúllu er ætlað að hjálpa börnum að sofa þegar foreldrar geta ekki sofið hjá þeim og hentar bæði fyrir lengri svefn á næturnar og fyrir hvíld á daginn.

Inni í dúkkunni er tæki sem spilar upptöku af hjartslætti og andardrætti móður í slökun.

Hugmyndin að Lúllu er byggð á niðurstöðum fjölmargra rannsókna á sviði heilbrigðisvísinda. Rannsóknir sýna að andardráttur og hjartsláttur er jafnari þegar ungabörn finna fyrir nærveru foreldra sinna, þeim líður almennt betur, þau hvílast betur og sofa lengur. Þetta verður aftur til þess að allur taugaþroski eflist. Aukin vellíðan barna og betri svefn hefur einnig jákvæð áhrif á móður og föður. Þannig verður til jákvæð hringrás þar sem hver þáttur styður við annan.  Lúlla er ætluð ungbörnum. Við þróun var þó sérstaklega hugsað til fyrirbura og veikra ungbarna sem upplifa skerta nærveru og þurfa að liggja ein yfir nætur á spítala en dúkkan á þá að virka eins og nokkurs konar staðgengill foreldra. Þessi börn eru líka viðkvæmustu einstaklingarnir og þurfa á mestum stuðningi að halda.

 

 

NÝTT FRÁ DESIGN LETTERS: DRINKS

Danska vörumerkið Design Letters nýtur ótrúlegra vinsælda hér á landi og eru þeir þekktastir fyrir fallegar smávörur skreyttar leturgerð Arne Jacobsen. Nú á dögunum bættist við ný vörulína sem kallast Drinks, og eins og nafnið gefur til kynna þá má finna þar vínkæli, kokteilahristara, glös og smart flösku undir drykki. Einnig vorum við að fá glæsileg gler stafrófsglös sem munu án efa rjúka út.

KJARVALSTÓLLINN EFTIR SVEIN KJARVAL

Sveinn Kjarval hannaði Kjarvalsstólinn árið 1963 fyrir Kaffi Tröð sem staðsett var á Austurstræti. Kjarvalsstóllinn var upphaflega framleiddur af Nývirki hf. úr eik með kálfskinni og var þá kallaður Litli borðstofustóllinn. Einum fjörutíu árum eftir að hann var fyrst framleiddur vakti Epal hann til lífsins á nýjan leik árið 2003.

Kjarvalstóllinn er í dag framleiddur af Epal og er gerður úr eik og hægt er að velja um tauáklæði, leður eða kálfskinn. Kjarvalsstóllinn prýðir meðal annars Veröld, hús Vigdísar og er stóllinn sannkölluð íslensk klassík.

Sveinn Kjarval, innanhúss- og húsgagnaarkitekt, fæddist í Danmörku árið 1919. Foreldrar hans voru Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálari og k.h., Tove Kjarval, f. Merrild, þekktur rithöfundur, af listamannaættum.

Sveinn var frumkvöðull í húsgagna- og innanhússhönnun hér á landi og í húsgagnahönnun innleiddi hann hina hreinu og léttu dönsku línu sem m.a. má sjá í borðstofu- og ruggustólum hans frá þeim tíma. Hann hannaði auk þess innréttingar fyrir Þjóðminjasafnið, bókhlöðuna á Bessastöðum, veitingahúsið Naustið og kaffistofuna Tröð í Austurstræti.

Kjarvalsstóllinn fæst í Epal.