Er nýr arftaki þekktustu kertastjaka heims fundinn?

Greinin birtist fyrst hjá Framinn.is – skrifuð af Elvu Hrund Ágústsdóttur 

Nýr kertastjaki hefur litið dagsins ljós sem mun án efa fara á „ég verð að eignast“ listann hjá mörgum. Þessi dásemdar stjaki er frá framleiðandanum Gejst og var í undirbúningi í tvö ár, en það er þýski hönnuðurinn Michael Rem sem á heiðurinn að stjakanum.

Kertastjakinn heitir Molekyl og kemur svo sannarlega til með að standast tímans tönn. En margir spegúlantar í Danaveldi velta því fyrir sér hvort stjakinn muni koma til með að taka við af Kubus- og Nagel kertastjökunum sem finnast víða á heimilum í dag og þá er nú mikið sagt.

Molekyl er samsettur úr segul-kúlum, 20 litlum og 20 stórum, sem þú raðar saman að vild, allt eftir þínu höfði. Þú hannar í raun þína útgáfu af stjakanum út frá því hvar og hvernig þú vilt hafa hann. Þú getur auðveldlega raðað nokkrum saman, möguleikarnir eru endalausir – það er einungis hugmyndaflugið sem ræður ferðinni.

Er nýr arftaki þekktustu kertastjaka heims fundinn?