KJARVALSTÓLLINN EFTIR SVEIN KJARVAL

Sveinn Kjarval hannaði Kjarvalsstólinn árið 1963 fyrir Kaffi Tröð sem staðsett var á Austurstræti. Kjarvalsstóllinn var upphaflega framleiddur af Nývirki hf. úr eik með kálfskinni og var þá kallaður Litli borðstofustóllinn. Einum fjörutíu árum eftir að hann var fyrst framleiddur vakti Epal hann til lífsins á nýjan leik árið 2003.

Kjarvalstóllinn er í dag framleiddur af Epal og er gerður úr eik og hægt er að velja um tauáklæði, leður eða kálfskinn. Kjarvalsstóllinn prýðir meðal annars Veröld, hús Vigdísar og er stóllinn sannkölluð íslensk klassík.

Sveinn Kjarval, innanhúss- og húsgagnaarkitekt, fæddist í Danmörku árið 1919. Foreldrar hans voru Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálari og k.h., Tove Kjarval, f. Merrild, þekktur rithöfundur, af listamannaættum.

Sveinn var frumkvöðull í húsgagna- og innanhússhönnun hér á landi og í húsgagnahönnun innleiddi hann hina hreinu og léttu dönsku línu sem m.a. má sjá í borðstofu- og ruggustólum hans frá þeim tíma. Hann hannaði auk þess innréttingar fyrir Þjóðminjasafnið, bókhlöðuna á Bessastöðum, veitingahúsið Naustið og kaffistofuna Tröð í Austurstræti.

Kjarvalsstóllinn fæst í Epal.

KJARVALSSTÓLLINN – SVEINN KJARVAL

Sveinn Kjarval

Sveinn Kjarval hannaði Kjarvalstólinn árið 1954 fyrir Kaffi Tröð sem staðsett var á Austurstræti. Kjarvalstóllinn var upphaflega framleiddur af Nývirki hf. úr eik með kálfskinni. Segja má að Sveinn Kjarval hafi verið fulltrúi hugmynda danskrar hönnunar og hugvits á Íslandi.

Kjarvalstóllinn er í dag framleiddur af One Collection fyrir Epal og er gerður úr eik og hægt er að velja um tauáklæði, leður eða kálfskinn.