30 ÁRA AFMÆLISTILBOÐ : TOLOMEO FRÁ ARTEMIDE

Í tilefni þess að Artemide fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli sínu bjóðum við upp á 30% afslátt af öllum Tolomeo* lömpum.

Tolomeo lampinn var hannaður af Michele De Lucchi og Giancarlo Fassina árið 1986 fyrir ítalska hönnunarframleiðandann Artemide. Tolomeo lampinn er ítalskt hönnunartákn, einstaklega fallegur og stenst tímans tönn.

VINNINGSHAFI HÖNNUNARSAMKEPPNI PAPER COLLECTIVE, HÚSA & HÍBÝLA OG EPAL

Það var hann Þorsteinn Orri, 18 ára upprennandi listamaður sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkepni Paper Collective, Húsa & Híbýla og Epal. Þorsteinn Orri hefur lokið listnámi frá Borgarholtsskóla og mun ljúka stúdentsprófi með listnámi nú í haust en markmiðið í framtíðinni er að starfa sjálfstætt sem grafískur hönnuður.

Innblásturinn af myndinni fékk Þorsteinn þegar hann var staddur í Skagafirði og heillaðist af fallegri náttúrunni og hvernig geislar sólarinnar lituðu fjöllin. Hugmyndin var síðan unnin í illustrator og aðspurður segist hann ekki hafa átt von á því að vinna keppnina. Myndin fylgdi sem póstkort með nýjasta Hús og Híbýli og mun Paper Collective síðan framleiða myndina.

Við óskum Þorsteini Orra til hamingju með sigurinn og óskum honum velgengni með listsköpun sína í framtíðinni. Viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Húsa og Híbýla. 

Jafnframt þökkum við þeim fjölmörgu hönnuðum og listamönnum fyrir sem sendu inn myndir í samkeppnina.

NÝR & VÆNTANLEGUR MÚMÍNBOLLI

Enn á ný bætir Arabia við glæsilegum Múmínbolla í safnið og í þetta sinn er það bolli sem ber heitið True to its Origins eða Trúr uppruna sínum sem skreyttur er fallegum og mestmegnis svarthvítum teikningum Tove Jansson. Við höfum opnað fyrir forpantanir á bollanum sem framleiddur er í takmörkuðu upplagi og því um að gera að tryggja sér eintak af þessum safngrip. Pantanir skulu sendast á thorey@epal.is

True to its Origins línan byggir á sögunum Moominvalley in November og Moominpappa at Sea. Í sögunum flytur Múmínfjölskyldan í vita á lítilli eyju. Veðrið við vitann er óútreiknanlegt og fjölskyldumeðlimirnir upplifa nýja heimilið á mismunandi hátt. Múmínsnáðinn er mikið einn, Múmínmamma saknar Múmíndals og Múmínpabbi reynir að skilja og læra á umhverfi sitt. Mía litla er sú eina sem kippir sér ekkert upp við breyttar aðstæður.

Á sama tíma eru aðrir íbúar í Múmíndal að leita að fjölskyldunni og sakna hennar mikið. Hemúlarnir, Snúður og fleiri flytja inn í hús Múmínfjölskyldunnar og reyna að lifa eins og fjölskyldan sem þau líta svo mikið upp til.

True to its origins línan einkennist af mildum, mestmegnis svarthvítum myndum. Vörurnar eru klassískar og fara vel með öðrum vörum úr Múmín línunni.

NÝTT : RO SÓFI FRÁ FRITZ HANSEN

Spænski hönnuðurinn Jaime Hayon hannaði hægindarstólinn vinsæla, Ro árið 2013 fyrir Fritz Hansen. Í dag er hægt að fá Ro stól og skemil í úrvali af glæsilegum litum og efnum og núna hefur einnig bæst við 2ja sæta sófi.

Við minnum einnig á að nú er aftur opið alla laugardaga í verslun okkar í Skeifunni og við tökum vel á móti ykkur þar.
Epal er einnig opið allar helgar, laugardaga og sunnudaga í Kringlunni, Laugavegi 70 og í Hörpu.

ERTU KLÁR Í SKÓLANN?

Ertu klár í skólann? Skólarnir hefjast innan skamms og hjá okkur í Epal leynast ýmsar vörur ofan í skólatöskuna eða á vinnuborðið jafnt fyrir yngri kynslóðina sem eldri. Við bjóðum núna upp á betra úrval en nokkru sinni fyrr af vörum sem henta fyrir fyrir skólann, þar má meðal annars nefna fallegar stílabækur frá ýmsum merkjum, skemmtileg og litrík nestisbox, drykkjarílát, skissubækur og margt fleira frá bæði íslenskum og erlendum merkjum.

Núna er Epal á fjórum stöðum, í Skeifunni, Kringlunni, Laugavegi og í Hörpu.

Verið velkomin til okkar, við tökum vel á móti ykkur.

NÝTT FRÁ SKANDINAVISK : THE ESCAPES COLLECTION

Gæðakertin frá danska merkinu Skandinavisk heilla alla þá sem kynnast þessum dásamlegu ilmkertum. The Escapes collection er ný lína af ilmkertum frá Skandinavisk í nýjum umbúðum sem eru einnig stærri en hefðbundnu kertin. Línan inniheldur þrjá ilmi, HEIA, LYSNING OG ROSENHAVE sem sækja hver um sig innblástur í norræna náttúru.

Verð, 8.800 kr. 

 

HEIA:  The rough, exposed terrain in the higher altitude fells of Norway and Sweden offers a colourful home to hardy shrubs, wild herbs and berries, and fragrant hills of heather.

LYSNING: 

The dense boreal forest canopy occasionally reveals glades and clearings, hidden escapes where the sunlight touches the ground and the flora responds in abundance.

ROSENHAVE: 

Nordic rose gardens are precious places. Exposed to the raw climate only the hardiest varieties, and most careful owners, can expect their fragile fragrance blushes to survive and prosper after the long, frozen winters.

 

DREYMIR ÞIG UM NÝTT BAÐHERBERGI?

Fáðu innblástur frá þessum glæsilega innréttuðu baðherbergjum frá Montana.

Óendanlegir möguleikar, fjölbreytni, frábær virkni og falleg smáatriði er það sem einkennir nýja baðherbergjalínu Montana sem auðveldlega er hægt að sérsníða að þínum óskum og útkoman verður einstakt og persónulegt baðherbergi. Innrétting, vaskur og spegill koma mörgum ólíkum stærðum og hentar því bæði fyrir stór og lítil baðherbergi. Hægt er að velja um 12 stærðir á baðvaska einingum, 10 geymsluhirslur og 9 spegla sem öll fást í 42 ólíkum litum og því ættu allir að geta eignast sitt drauma baðherbergi.

 

NÝTT FRÁ IHANNA HOME : HEIMILISKÖRFUR

Heimiliskörfurnar frá Ihanna home eru loksins komnar í sölu og erum við sérstaklega spennt fyrir þessari nýjung. Körfurnar sem eru með leðurhöldum koma í þremur ólíkum stærðum og mynstrum og hægt er að nota þær á margar vegu. Heimiliskörfurnar eru úr efni sem unnið er úr endurunnum plastflöskum og eru því umhverfisvænar. Verðin eru 3.800 / 4.400 / 4.900 kr.

Heimiliskörfurnar fást í Epal Skeifunni og í Epal Kringlunni.