NÝTT Í EPAL : RO PIECES

Ro er nýtt og spennandi danskt vörumerki í Epal sem leggur áherslu á gæði og handverk. Ro var stofnað árið 2013 og hefur notið mikillar velgengni síðan, línan þeirra samanstendur af glæsilegum glervösum, kertaluktum, viðarbrettum og ofnheldum leirskálum sem eru sérstaklega fallegar og eru vörurnar einnig á góðu verði.

Kíktu við á okkur í Epal og sjáðu úrvalið,

 

NÝTT : RO SÓFI FRÁ FRITZ HANSEN

Spænski hönnuðurinn Jaime Hayon hannaði hægindarstólinn vinsæla, Ro árið 2013 fyrir Fritz Hansen. Í dag er hægt að fá Ro stól og skemil í úrvali af glæsilegum litum og efnum og núna hefur einnig bæst við 2ja sæta sófi.

Við minnum einnig á að nú er aftur opið alla laugardaga í verslun okkar í Skeifunni og við tökum vel á móti ykkur þar.
Epal er einnig opið allar helgar, laugardaga og sunnudaga í Kringlunni, Laugavegi 70 og í Hörpu.