MÚMÍN HÚSIÐ & SETUSTOFAN

Við kynnum spennandi nýjar Múmín vörur frá Arabia, þar sem Múmínhúsið er í aðalhlutverki!

Hið hringlaga Múmínhús og hin hlýlega og notalega stofa þess eru myndefni nýju Múmínkannanna. Stærri kannan (Moominhouse) sýnir Múmínhúsið að utan og með henni fylgir sniðugt keramík lok. Minni kannan (Afternoon in parlor) sýnir Múmínhúsið að innan og hentar vel til að bera fram mjólk með kaffinu eða sósur, t.d. með eftirréttinum.

Múmínpabbi byggði Múmínhúsið alveg sjálfur og er hann þar af leiðandi einstaklega stoltur af því, en húsið hefur staðið bæði óveðursstorma og jarðskjálfta. Í húsinu búa Múmínpabbi, Múmínmamma og Múmínsnáðinn. Það er mikill gestagangur á heimili Múmínfjölskyldunnar og eru allir velkomnir. Húsið er á þremur hæðum og stofan notalega er á jarðhæðinni. Þar koma gestir og heimilisfólk saman til að njóta góðgætisins sem Múmínmamma ber fram.

Verð: Kanna (húsið 1l) 7.500 kr. og Kanna 0,35l er 3.950 kr.

NÝTT MÚMÍN

Galdrakarlinn fær loks sína eigin borðbúnaðarlínu …og Þöngull og Þrasi fá nýja línu!

Eftir tveggja ára hönnunarferli hefur Arabia gefið út tvær nýjar Múmín línur, Hobgoblin og Thingumy & Bob.
Hönnuðurinn, Tove Slotte byggir teikningar sínar á upprunalegum Teikningum Tove Jansson. Myndirnar sýna íbúa Múmíndals í hinum ýmsu verkefnum en bakgrunnsliturinn endurspeglar persónuleika þeirra.

Fyrsti söludagur á Íslandi er föstudagurinn 9. mars.

Galdrakarlinn, Þöngull og Þrasi

Galdrakarlinn (Hobgoblin) kemur einungis fram í bókinni Pípuhattur galdrakarlsins eftir Tove Jansson frá árinu 1948. Hann hefur nú loks fengið sinn eigin borðbúnað. Þöngull og Þrasi (Thingumy & Bob) fengu einnig nýja borðbúnaðarlínu þar sem myndefnið tengist sömu sögu.

Galdrakarlinn dularfulli býr á fjallstoppi nálægt Múmíndal. Snabbi, Múmínsnáðinn og Snúður finna pípuhatt Galdrakarlsins á fjallstoppinum. Hatturinn er ekki eins og hver annar hattur, en þegar eggjaskurni er hent ofan í hattinn þá breytist hann í ský og Múmínfígúrurnar fara á flug í skýjunum. Ævintýrið hefst á því að Galdrakarlinn kemur í Múmíndal á svarta pardusinum sínum til að leita að hinum heimsins stærsta og fallegasta rúbínstein, Konungsrúbínsteininum. Þöngull og Þrasi flýja með stóra rúbínsteininn í ferðatöskunni sinni. Rúbínsteininn er tákn um samband Þönguls og Þrasa og er það sagt endurspegla samband Tove Jansson við leikstjórann Vivicu Bandler.

VÆNTANLEGT: VETRARLÍNA MÚMÍN

Vetrarlína Múmín þetta árið ber heitið Spring Winter og segir frá umskiptunum frá vetri til vors, þegar allt í Múmíndal vaknar hægt og rólega úr vetrardvala og birta vorsins byrjar að brjótast í gegnum myrkrið. Vorsólin bræðir síðasta snjóinn og íbúar Múmíndals vakna við þessi töfrandi áhrif náttúrunnar. Teikningarnar eru innblásnar af bókinni Moominland Midwinter sem Tove Jansson gaf út árið 1957. 

Í bókinni kemur Snúður til baka úr einni af sínum löngu gönguferðum. Mía litla þurfti að aðlagast vetrinum þar sem íkorni vakti hana fyrr úr vetrardvalanum. Hún er því búin að finna upp á hinum ýmsu uppátækjum og leikjum í snjónum. Mía litla rennir sér niður brekkur á silfurbakka og klessir á Múmínsnáðann sem er ný vaknaður. Þrátt fyrir áreksturinn er Múmínsnáðinn afar ánægður að sjá Míu litlu þar sem hann taldi að allir svæfu enn. Mía litla er með smá samviskubit yfir að hafa stolið silfurbakkanum hennar Múmínmömmu, en sem betur fer verður hún ekkert reið heldur er hún heilluð af tilhugsuninni um að hægt sé að nota bakkann í fleiri og skemmtilegri hluti.

Vetrarlínan inniheldur fallega myndskreytta krús, skál, tvær teskeiðar og mini krúsir. Krúsirnar fara í sölu 2. október, en skálin, skeiðarnar og mini krúsinar stuttu síðar. Vetrarlínan er aðeins fáanleg í takmörkuðu magni.

NÝR & VÆNTANLEGUR MÚMÍNBOLLI

Enn á ný bætir Arabia við glæsilegum Múmínbolla í safnið og í þetta sinn er það bolli sem ber heitið True to its Origins eða Trúr uppruna sínum sem skreyttur er fallegum og mestmegnis svarthvítum teikningum Tove Jansson. Við höfum opnað fyrir forpantanir á bollanum sem framleiddur er í takmörkuðu upplagi og því um að gera að tryggja sér eintak af þessum safngrip. Pantanir skulu sendast á thorey@epal.is

True to its Origins línan byggir á sögunum Moominvalley in November og Moominpappa at Sea. Í sögunum flytur Múmínfjölskyldan í vita á lítilli eyju. Veðrið við vitann er óútreiknanlegt og fjölskyldumeðlimirnir upplifa nýja heimilið á mismunandi hátt. Múmínsnáðinn er mikið einn, Múmínmamma saknar Múmíndals og Múmínpabbi reynir að skilja og læra á umhverfi sitt. Mía litla er sú eina sem kippir sér ekkert upp við breyttar aðstæður.

Á sama tíma eru aðrir íbúar í Múmíndal að leita að fjölskyldunni og sakna hennar mikið. Hemúlarnir, Snúður og fleiri flytja inn í hús Múmínfjölskyldunnar og reyna að lifa eins og fjölskyldan sem þau líta svo mikið upp til.

True to its origins línan einkennist af mildum, mestmegnis svarthvítum myndum. Vörurnar eru klassískar og fara vel með öðrum vörum úr Múmín línunni.