NÝTT FRÁ IHANNA HOME : HEIMILISKÖRFUR

Heimiliskörfurnar frá Ihanna home eru loksins komnar í sölu og erum við sérstaklega spennt fyrir þessari nýjung. Körfurnar sem eru með leðurhöldum koma í þremur ólíkum stærðum og mynstrum og hægt er að nota þær á margar vegu. Heimiliskörfurnar eru úr efni sem unnið er úr endurunnum plastflöskum og eru því umhverfisvænar. Verðin eru 3.800 / 4.400 / 4.900 kr.

Heimiliskörfurnar fást í Epal Skeifunni og í Epal Kringlunni.