VINNINGSHAFI HÖNNUNARSAMKEPPNI PAPER COLLECTIVE, HÚSA & HÍBÝLA OG EPAL

Það var hann Þorsteinn Orri, 18 ára upprennandi listamaður sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkepni Paper Collective, Húsa & Híbýla og Epal. Þorsteinn Orri hefur lokið listnámi frá Borgarholtsskóla og mun ljúka stúdentsprófi með listnámi nú í haust en markmiðið í framtíðinni er að starfa sjálfstætt sem grafískur hönnuður.

Innblásturinn af myndinni fékk Þorsteinn þegar hann var staddur í Skagafirði og heillaðist af fallegri náttúrunni og hvernig geislar sólarinnar lituðu fjöllin. Hugmyndin var síðan unnin í illustrator og aðspurður segist hann ekki hafa átt von á því að vinna keppnina. Myndin fylgdi sem póstkort með nýjasta Hús og Híbýli og mun Paper Collective síðan framleiða myndina.

Við óskum Þorsteini Orra til hamingju með sigurinn og óskum honum velgengni með listsköpun sína í framtíðinni. Viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Húsa og Híbýla. 

Jafnframt þökkum við þeim fjölmörgu hönnuðum og listamönnum fyrir sem sendu inn myndir í samkeppnina.

NÝTT: PLAKÖT FRÁ PAPER COLLECTIVE

Paper Collective framleiðir plaköt eftir eftirsótta grafíska hönnuði, teiknara og listamenn sem koma frá öllum heimshornum og rennur 15% af hverju seldu plakati til styrktar góðgerða. Paper Collective er með sjálfbæra framleiðslu sem fer öll fram í Danmörku og er aðeins notast við hágæða FSC vottaðan pappír (sjá útskýringu hér) og eru þeir einnig með Svansmerkið (sjá útskýringu hér.) Plakötin frá Paper Collective eru afar fjölbreytt og því ættu allir að geta fundið eitt við sitt hæfi.

Þess má geta að grafíski hönnuðurinn Siggi Odds hannaði línu fyrir Paper Collective sem sjá má hér að neðan.

Taktu þátt í leik á facebook síðu Epal og þú gætir unnið plakat að eigin vali.

PAP-03007 PAP-04108 PAP-04106-2 PAP-04106 PAP-04110-2 PAP-04110 PAP-04111-2 PAP-04111 PAP-04112-2 PAP-04112 PAP-01013-2 PAP-01013 PAP-04012

Hér má sjá plakötin sem Siggi Odds teiknaði fyrir Paper Collective.

PAP-04011-2 PAP-04010-2 PAP-04010 PAP-04002-2 PAP-04002 PAP-04001-2 PAP-04001 PAP-03010-2 PAP-03010 PAP-03007-2

 

Sjá Paper Collective í vefverslun Epal hér.