Georg Jensen og jólin.

Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu.

Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver jól.

 

Óróinn er gullhúðaður úr kopar og er sérhannaður árlega af þekktum listamönnum. Í ár er jólaóróinn falleg frostrós og er hannaður af Flemming Eskildsen.

Ný íslensk hönnun: fallegir sprittkertastakjar úr mahóní

Gígur heita splunkunýjir kertastjakar eftir Guðrúnu Valdimarsdóttur, en stjakarnir eru framleiddir á Íslandi og handmálaðir í sjö mismunandi litum.
Stjakarnir sem ætlaðir eru fyrir sprittkerti koma í þremur mismunandi hæðum, fólk getur þá valið sér liti og stærðir sem því finnst passa saman og hentar inná þeirra heimili.
Það er viss retró fílingur við mahóníið og kemur einstaklega vel út að blanda örlitlum lit við stjakana sem gefur þeim meiri karakter.
Guðrún vinnur nú að nýrri línu kertastjaka sem verða fyrir há kerti og stefnir hún á að frumsýna þá á næsta Hönnunarmars og bíðum við spennt eftir að sjá þá.