Ný íslensk hönnun: fallegir sprittkertastakjar úr mahóní

Gígur heita splunkunýjir kertastjakar eftir Guðrúnu Valdimarsdóttur, en stjakarnir eru framleiddir á Íslandi og handmálaðir í sjö mismunandi litum.
Stjakarnir sem ætlaðir eru fyrir sprittkerti koma í þremur mismunandi hæðum, fólk getur þá valið sér liti og stærðir sem því finnst passa saman og hentar inná þeirra heimili.
Það er viss retró fílingur við mahóníið og kemur einstaklega vel út að blanda örlitlum lit við stjakana sem gefur þeim meiri karakter.
Guðrún vinnur nú að nýrri línu kertastjaka sem verða fyrir há kerti og stefnir hún á að frumsýna þá á næsta Hönnunarmars og bíðum við spennt eftir að sjá þá.