Cutfish skurðabretti

Cutfish skurðabrettin er eins konar óður til hafsins og lífsbjargar íslendinga.
Lífræn form algengra fiska sem lifa umhverfis Ísland eru yfirfærð í nytjahlut framleiddan úr matvælavænu plasti sem er mikið notað í frystihúsum og matvælaiðnaði.
Plastið er sterkt og sveigjanlegt, fer vel með hnífa og hrindir frá sér vökva og bakteríum.
Cutfish er afrakstur samstarfs hönnuðanna Fanneyjar Long og Hrafnkels Birgissonar við fyrirtækið Fást ehf.
Cutfish er fáanleg í þremur stærðum, Síld, Karfi og Lax.