Nýtt frá Tulipop

Skemmtilega myndskreyttir melamín diskar eru nýjasta varan frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Tulipop. Diskarnir koma í fjórum mismunandi útgáfum þar sem krúttlegu Tulipop fígúrurnar Bubble, Gloomy, Skully, Wiggly & Wobbly eru í lykilhlutverki.

Diskarnir eru 21,5 cm á þvermál og henta vel sem matardiskar fyrir krakka, kökudiskar fyrir alla fjölskylduna, í grillveisluna, í lautarferð eða bara til að lífga upp á matmálstímann.

Tulipop lagði mikla áherslu á að finna vandaðan og góðan framleiðanda sem gæti tryggt gæði og öryggi plastsins sem notað er í diskana. Framleiðandinn sem varð fyrir valinu hefur fengið ISO9001 gæðavottun og hefur staðist kröfur opinberra eftirlitsaðila í fjölmörgum löndum, s.s. Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna. Framleiðandinn framleiðir vörur fyrir heimsþekkt fyrirtæki á borð við Disney og Target, sem hafa heimsótt verksmiðjur fyrirtækisins til að votta gæði og aðstæður. Tulipop fékk jafnframt alþjóðlegt prófunarfyrirtæki, SGS, til að gera úttekt á diskunum og hefur það staðfest að diskarnir standast ströngustu kröfur.

 

Litríkir diskar frá Tulipop gera matmálstímann skemmtilegri!