HönnunarMars : Hring eftir hring

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis.

Hring eftir hring er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

” Nafnið Hring eftir hring nær einstaklega vel utanum skartgripina sem við frumsýnum nú á Hönnunarmarsi en þeir eru allir gerðir úr endurnýttu hráefni. Slípaðir náttúrusteinar, kuðungar og skeljar, sjávarperlur, plastkúlur, hraunmolar, málmar, kókos, bein og bambus… Efniviður sem eitt sinn var hluti af hálsfesti eða armbandi ánægðs eiganda en endaði ofan í skúffu eða hjá endurvinnslustöð.

Hráefnið sem við nýtum kemur víða frá, spannar kannski heiminn allan, en á það sameiginlegt að hafa “glatað” fegurð sinni og notagildi, í huga eigandans í það minnst. Okkur langar að reyna að nýta hráefnið aftur, gefa þeim annað líf og lofa því að fara hring eftir hring.

Í versluninni Epal, Skeifunni 6, munum við frumsýna eyrnalokka og hálsfestar sem eru viðbót og framhald við GUÐRÚNAR skartgripalínu okkar, en sú lína er uppsköpuð og framleidd á náttúruvænan máta úr endurnýttu hráefni að öllu leiti, að frátöldum silkiþræðinum og gullhúðuðu eyrnalokkafestingunum.”

Verið velkomin á Hönnunarmars í Epal.

HÖNNUNARMARS Í EPAL: HRING EFTIR HRING

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23. – 26. mars.

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Hring eftir hring er íslenskt skartgripafyrirtæki sem var stofnað árið 2009 í kjölfar þess að Steinunn Vala, einn af eigendum Hring eftir hring, skapaði Laufahringinn sem naut mikilla vinsælda hér heima. Frá þeim tíma hafa fleiri skartgripalínur litið dagsins ljós, hannaðar af Steinunni Völu sem og öðrum hönnuðum, listamönnum og handverksfólki. Þennan HönnunarMars sýnir Hring eftir hring Flugur sem eru hugarsmíði Steinunnar Völu og Helgu Páleyjar myndlistakonu. Þar á meðal má finna hálsmen úr glerperlum, fjöðrum og þræði sem eru innblásin af þeim gjörningi þegar manneskja veiðir fisk. Einhverjir gætu séð móta fyrir gapandi munni fisksins og beitu veiðimannsins í hálsmenunum.

Skartgripalínan sem nú er sýnd í Epal er í raun viðbót og spuni upp úr skartgripalínu sem Hring eftir hring hefur þegar kynnt til leiks og sett á markað og heitir Flugur. Flugurnar eru handhnýttar á sama hátt og veiðiflugur og bera hver um sig eigið nafn og sinn eiginleika, enda einstakar hver og ein, eins og hver og einn.

FERMINGARGJAFIR: HRING EFTIR HRING

Skartgripafyrirtækið Hring eftir hring hef komið með á markað sérstaka línu af hálsmenum, eyrnalokkum og armböndum handa yngri stúlkum. Línan er öll léttari og minni um sig og hentar því vel í t.d. fermingargjafir.


Sett af hálsmeni og eyrnalokkum kostar 14.200 kr. og sett af armbandi og eyrnalokkum kostar 7.500 kr.

Fæst í Epal Skeifunni.