VERSLUN: HOME AUTOUR DE MONDE

Elísabet Ómarsdóttir er innanhússhönnuður og nemi í lýsingarfræði. Hún átti nýlega leið til Parísar og stoppaði við í versluninni Home Autour de monde. Elísabet tók nokkrar myndir í heimsókn sinni sem við fáum að deila með ykkur hér,

“Home autour de monde er verslun í París sem býður upp á margsskonar úrval af fallegri gjafavöru, húsgögnum og fatnaði. Ingibjörg Hönnu þekkja eflaust margir, hún hannaði m.a. vinsæla Krumman sem hangir í mörgum gluggum og hengið Ekki Rúdólf sem er selt í Epal.

Verslunin selur nokkrar af hennar vörum eins og Experienced og Dot púðana, einnig bolla sem kallast Wood/Wood/Wood sem eru skemmtilegir og smart bollar. Verslunin er með flott úrval frá skandinavískum fyrirtækjum eins og Normann Copenhagen, Muuto og HAY.”

IMG_4177-

Dot púðinn kemur vel út með eikar borðinu.

IMG_4169-

Experienced púðinn eftir Ingibjörgu, með gulri bakhlið og Dot púðinn kemur vel út með eikar borðinu. munstraðri framhlið.

IMG_0299-

HAY rúmfötin eru úr bómullar satíni og eru framleidd í nokkrum litum og munstrum.

IMG_0307-

Wood/Wood/Wood bollarnir í beyki og með hvítri áferð, einnig framleiddir í svörtu.

IMG_4183-

IMG_0324-

Lífleg og litrík gluggaútstilling með bökkunum frá HAY og kertastjökunum frá Applicata.

IMG_4181-

Það sést glitta í viskastykki sem er með saman munstri og Experienced púðinn. Munstruðu kringlóttu bakkarnir eru frá Ferm living.

IMG_4187-

Gluggaútstilling á rue des Francs Bourgeois. Það sést í Flip speglana frá Normann Copenhagen og viðarlampann frá Muuto.

INNLIT: BÚÐIN Í NYC

Elísabet Ómarsdóttir er innanhússhönnuður og nemi í lýsingarfræði. Hún átti nýlega leið til New York og stoppaði við í Búðinni sem er er skemmtileg blanda af kaffihúsi og hönnunarverslun sem rekin er af Rut Hermannsdóttur og tveimur viðskiptafélögum hennar. Búðin selur ýmsa íslenska hönnun ásamt úrvali af gæða hönnun frá Skandinavíu.

Elísabet tók nokkrar myndir sem við fáum að deila með ykkur hér,

Screen Shot 2014-04-28 at 11.17.44 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.17.55 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.05 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.15 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.25 PM

Skartið er frá Hring eftir hring, hannað af Steinunni Völu Sigfúsdóttur.

Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.34 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.41 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.48 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.55 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.19.03 PM

Kvarnirnar eru frá Muuto og saltið frá Saltverk.

Screen Shot 2014-04-28 at 11.19.10 PM

Vinsæla Kastehelmi línan frá Iittala og salatáhöldin eru frá Muuto.

Screen Shot 2014-04-28 at 11.19.18 PM

Vörurnar frá Farmers Market og Vík Prjónsdóttur hanga á hjólinu.

Screen Shot 2014-04-28 at 11.19.26 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.19.33 PM

Vörur frá Sóley Organics unnið úr íslenskum jurtum.

Fyrir áhugasama þá er heimasíðan þeirra budin-nyc.com

CONRAN SHOP HEIMSÓTT

Elísabet Ómarsdóttir innanhússarkitekt og bloggari á vefsíðunni EÓ innanhússarkitekt heimsótti nýlega fallega hönnunarverslun í París og leyfir okkur að deila myndum þaðan með ykkur.

Conran shop í París er algjört augnakonfekt. Þar er að finna falleg gæða húsgögn, ljós, gjafavöru og allavega fylgihluti eins og töskur og úr. Vöruúrvalið er skemmtilega fjölbreytt og mjög svipað og Epal í Skeifunni býður upp á. Verslunin er með hin ýmsu fyrirtæki á sínum vegum, hin klassísku dönsku fyrirtæki eins og Fritz Hansen, Gubi, Louis Poulsen og Carl Hansen og svo mætti lengi telja. Fyrir áhugasama þá er gaman að kíkja á síðuna þeirra conranshop.fr”

Fjölbreytt úrval af stólum eins og hinn svarti Masters og glæri Victoria Ghost stóllinn frá Kartell.
Bólstraði stóllinn þar við hliðina er frá Gubi.

Stool 60 frá Artek fást í Epal, kollurinn var hannaður árið 1933 af Alvar Alto.
Í dag eru kollarnir framleiddir í allavega fallegum litum eins og sést hér að ofan.

Bertoia Diamond chair frá Knoll, hannaður árið 1952. Fyrir aftan sést í Y stólinn, hannaður af Hans J.Wegner og framleiddur af Carl Hansen.

Adnet spegilinn frá Gubi kemur líka í svörtu og þremur mismunandi stærðum. Borðlampinn heitir Panthella frá Louis Poulsen og er líka fáanlegur sem gólflampi.

Hvíti borðlampinn er frá Louis Poulsen og er einnig framleiddur sem gólflampi í nokkrum litum.

Það kemur vel út að raða Sjöunni upp og sjá alla lita og viðartónana.

PK 22 stólarnir frá Fritz Hansen í brúnu leðri.

 Svana sófinn í leðri er algjörlega ómótstæðilegur. 

CH 07 stólinn frá Carl Hansen er meira lifandi með skemmtilega munstruðu skinni.

Eggið eftir Arne Jacobsen tekur sig vel út hvar sem er!

Falleg frönsk hönnunarverslun!