CONRAN SHOP HEIMSÓTT

Elísabet Ómarsdóttir innanhússarkitekt og bloggari á vefsíðunni EÓ innanhússarkitekt heimsótti nýlega fallega hönnunarverslun í París og leyfir okkur að deila myndum þaðan með ykkur.

Conran shop í París er algjört augnakonfekt. Þar er að finna falleg gæða húsgögn, ljós, gjafavöru og allavega fylgihluti eins og töskur og úr. Vöruúrvalið er skemmtilega fjölbreytt og mjög svipað og Epal í Skeifunni býður upp á. Verslunin er með hin ýmsu fyrirtæki á sínum vegum, hin klassísku dönsku fyrirtæki eins og Fritz Hansen, Gubi, Louis Poulsen og Carl Hansen og svo mætti lengi telja. Fyrir áhugasama þá er gaman að kíkja á síðuna þeirra conranshop.fr”

Fjölbreytt úrval af stólum eins og hinn svarti Masters og glæri Victoria Ghost stóllinn frá Kartell.
Bólstraði stóllinn þar við hliðina er frá Gubi.

Stool 60 frá Artek fást í Epal, kollurinn var hannaður árið 1933 af Alvar Alto.
Í dag eru kollarnir framleiddir í allavega fallegum litum eins og sést hér að ofan.

Bertoia Diamond chair frá Knoll, hannaður árið 1952. Fyrir aftan sést í Y stólinn, hannaður af Hans J.Wegner og framleiddur af Carl Hansen.

Adnet spegilinn frá Gubi kemur líka í svörtu og þremur mismunandi stærðum. Borðlampinn heitir Panthella frá Louis Poulsen og er líka fáanlegur sem gólflampi.

Hvíti borðlampinn er frá Louis Poulsen og er einnig framleiddur sem gólflampi í nokkrum litum.

Það kemur vel út að raða Sjöunni upp og sjá alla lita og viðartónana.

PK 22 stólarnir frá Fritz Hansen í brúnu leðri.

 Svana sófinn í leðri er algjörlega ómótstæðilegur. 

CH 07 stólinn frá Carl Hansen er meira lifandi með skemmtilega munstruðu skinni.

Eggið eftir Arne Jacobsen tekur sig vel út hvar sem er!

Falleg frönsk hönnunarverslun!