VERSLUN: HOME AUTOUR DE MONDE

Elísabet Ómarsdóttir er innanhússhönnuður og nemi í lýsingarfræði. Hún átti nýlega leið til Parísar og stoppaði við í versluninni Home Autour de monde. Elísabet tók nokkrar myndir í heimsókn sinni sem við fáum að deila með ykkur hér,

“Home autour de monde er verslun í París sem býður upp á margsskonar úrval af fallegri gjafavöru, húsgögnum og fatnaði. Ingibjörg Hönnu þekkja eflaust margir, hún hannaði m.a. vinsæla Krumman sem hangir í mörgum gluggum og hengið Ekki Rúdólf sem er selt í Epal.

Verslunin selur nokkrar af hennar vörum eins og Experienced og Dot púðana, einnig bolla sem kallast Wood/Wood/Wood sem eru skemmtilegir og smart bollar. Verslunin er með flott úrval frá skandinavískum fyrirtækjum eins og Normann Copenhagen, Muuto og HAY.”

IMG_4177-

Dot púðinn kemur vel út með eikar borðinu.

IMG_4169-

Experienced púðinn eftir Ingibjörgu, með gulri bakhlið og Dot púðinn kemur vel út með eikar borðinu. munstraðri framhlið.

IMG_0299-

HAY rúmfötin eru úr bómullar satíni og eru framleidd í nokkrum litum og munstrum.

IMG_0307-

Wood/Wood/Wood bollarnir í beyki og með hvítri áferð, einnig framleiddir í svörtu.

IMG_4183-

IMG_0324-

Lífleg og litrík gluggaútstilling með bökkunum frá HAY og kertastjökunum frá Applicata.

IMG_4181-

Það sést glitta í viskastykki sem er með saman munstri og Experienced púðinn. Munstruðu kringlóttu bakkarnir eru frá Ferm living.

IMG_4187-

Gluggaútstilling á rue des Francs Bourgeois. Það sést í Flip speglana frá Normann Copenhagen og viðarlampann frá Muuto.