NÝTT Í EPAL: ONE NORDIC

Við kynnum með stolti nýtt fyrirtæki í Epal, One Nordic.

One Nordic framleiðir húsgögn og fylgihluti fyrir heimilið eftir bestu norrænu hönnuðina að hverju sinni, ásamt því framleiða þeir einnig vörur eftir erlenda hönnuði sem þeirra hugmynd um hvað norræn hönnun stendur fyrir. Fyrirtækið er stundum kallað “lúxus Ikea” en vörurnar þeirra koma ósamsettar með leiðbeiningum og því ekki að furða þessa samlíkingu. Þó þarf engin verkfæri né skrúfur og ætti því að vera auðvelt fyrir hvern sem er að setja þau saman og aftur í sundur við flutninga. Það sparar kostnað við flutninga á milli landa og geta þeir því boðið upp á sanngjörn verð miðað við hágæða hönnunarvörur.

One Nordic er með puttann á púlsinum þegar kemur að trendum í hönnunarheiminum en býður einnig upp á gott úrval af klassískum vörum.


Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur heimasíðu One Nordic; www.onenordic.com

Hægt er að panta allar vörur frá þeim.