WRONG for HAY

Breski hönnuðurinn Sebastian Wrong og danski hönnunarframleiðandinn HAY hófu samstarf fyrr á árinu og var afrakstur samstarfsins kynntur á London Design Festival í síðustu viku.

Wrong for HAY er lína af 34 vörum, allt frá ljósum, keramík, glervörum og húsgögnum. Upphaflega átti samstarfið að snúast um að Wrong hannað ljósalínu fyrir HAY en konseptið stækkaði og stækkaði þar til að komin var heil lína af ýmsum skemmtilegum vörum. Hönnuðir allsstaðar að koma að hönnunarlínunni og þar má t.d. nefna tískuhönnuðinn Bernhard Wilhelm og Nathalie Du Pasquier ein af stofnendum Memphis hópsins. Við erum sérstaklega spennt fyrir einni vöru úr línunni Wrong for HAY, en það er rifdagatal frá hönnunartvíeikinu íslenska Snæfríð Þorsteins og Hildigunni Gunnarsdóttur.

Íslensk hönnun fyrir HAY.

Spennandi nýja línan Wrong for HAY