NÝTT FRÁ IITTALA

Spennandi nýjungar voru að bætast við annars frábært vöruúrval finnska hönnunarrisans Iittala. Vakka og Meno eru fallegar og sniðugar geymslulausnir fyrir heimilið sem hægt er að nota á marga vegu.

Vakka geymsluboxin hannaði hönnunarteymið Alto+Alto. Vakka geymsluboxin eru staflanleg og koma í nokkrum stærðum og tveimur litum, náttúrulegum (krossvið) og hvítum lit.

Hönnuðurinn Harri Koskinen sá um hönnun á Meno pokanum (á finnsku þýðir orðið “to go”), pokinn kemur í þremur stærðum og er úr þæfðu Polyester efni. Hægt er að nota pokana á marga vegu, sá minnsti hentar t.d. vel undir skjöl og i-pad, miðjustærðin er frábær til að sinna daglegum erindum og hentar einnig sem verslunarpoki. Sá stærsti bíður upp á ótrúlegt geymslupláss og er jafnvel hentugur til að skella í bílinn fyrir helgarferðina. Hönnuðurinn sjálfur, Harri Koskinen, dásamar pokann og segist nota þann stærsta þegar hann fer í skíðaferðalag með fjölskyldunni.

Falleg finnsk hönnun.