JÓLABORÐIÐ: BERGLIND BERNDSEN

Innanhússarkitektinn Berglind Berndsen dekkaði jólaborðið í Epal vikuna 3.-10.desember. Borðið er dekkað í hlýlegum stíl með fallegum hönnunarvörum til skrauts ásamt hlutum úr náttúrunni svosem jólatré og könglum.

“Hugmyndin að borðinu var að hafa það sem náttúrlegast þar sem skreytingarnar koma flestar úr umhverfinu í kringum okkur og náttúrunni, sbr, litlu jólatrén, könglarnir, jólatréð úr könglunum og hreindýrið sem er úr við. Einnig fannst mér gaman að sýna hvernig hægt er að blanda mismunandi stílum saman.”

20

Hvernig er stíllinn á borðinu? Einfaldur, hrár með hlýlegu og náttúrulegu yfirbragði þar sem að efni og dempaðir jarðlitir fá að njóta sín.

2

Hvað er gott að huga að þegar dekkað er upp hátíðarborð? Að leyfa hverjum hlut að fá að njóta sín sem best, halda einföldu yfirbragði en samt sem áður hlýlegt og notarlegt.

4 9

Diskamottur: Chilewich. Borðstell: Alessi. Hnífapör: Alessi. Kertastjakar: Iittala. Glös: Iittala. Jólatré: Magnolia á Laufássveginum.  Blómapottar: Hay. Hreindýr: Kristinsson