LITUR ÁRSINS: NÝTT FRÁ ROOM COPENHAGEN

Alþjóðlega litakerfið Pantone gaf út á dögunum hver litur ársins 2016 er og í fyrsta skipti urðu fyrir valinu tveir litir, það eru litirnir PANTONE 15-3919 Serenity & PANTONE 13-1520 Rose Quartz. Í tilkynningunni frá Pantone segja þeir litina eiga að færa okkur ró og innri frið, við bíðum því spennt eftir að sjá hvort að fleiri hönnunarfyrirtæki komi til með að færa okkur vörur í þessum litatónum. Room Copenhagen framleiðir vörur undir nafni Pantone og eru þeir þekktastir fyrir bolla og hitamál skreyttum Pantone litum. Við vorum að fá nýjustu viðbótina frá þeim en það eru bollar í litum ársins 2016 og er því önnur hliðin blá og hin hliðin bleik. Bollarnir koma í takmörkuðu upplagi og fást hjá okkur í Epal.

2 1 3

PANTONE LITUR ÁRSINS 2016

Alþjóðlega litakerfið Pantone hefur gefið út hver litur ársins 2016 er og í fyrsta sinn eru litirnir tveir en það eru litirnir PANTONE 15-3919 Serenity & PANTONE 13-1520 Rose Quartz. Í næstu viku fáum við sendingu frá Pantone með litum ársins sem fjölmargir safna. Við eigum til fjölmargar vörur í þessum fallegu litum, m.a. þessar fallegu bleik-tóna vörur hér að neðan.
Epal-bleikt copy

 1.  Kisukerti / Pyropet
 2.  Vírakarfa frá Ferm Living
 3.  Muuto dots hanker
 4.  Vasi frá Muuto
 5.  Rúmteppi frá Hay
 6.  Flowepot ljós í kopar
 7.  Ro hægindarstóll frá Fritz Hanse
 8.  Tray table frá Hay
 9.  Pískur frá Normann Copenhagen
 10.  Dots púði frá Hay
 11.  Favn sófi frá Fritz Hansen
 12.  Dúkur frá Hay
 13.  Design Letter krús með bleiku loki
 14.  Bolling bakkaborð
 15.  PH5 ljós

Screen Shot 2015-12-03 at 14.29.23 Screen Shot 2015-12-03 at 14.29.36 image003

LITUR ÁRSINS 2015

Alþjóðlega litakerfið Pantone hefur tilkynnt lit ársins 2015 og er það Marsala 18-1438 sem er fallega rauðbrúnn litur. í yfir 50 ár hefur Pantone verið leiðandi litakerfi í heiminum. Danska hönnunarfyrirtækið Room Copenhagen hefur í samstarfi við Pantone og Knud Holscher design studio hannað línu af litríkum vörum undir nafninu Pantone Universe fyrir heimilið eða skrifstofuna, í þínum uppáhaldslit.

Árið 2015 bætist nýji liturinn við línuna og hægt verður að fá vinsælu thermo-kaffimálin í Marsala litnum.

10115 PANTONE Universe Thermo Cup_Marsala - 18-1438-1 Pantone Universe_Color of the year 2015_Room Copenhagen