LITUR ÁRSINS 2015

Alþjóðlega litakerfið Pantone hefur tilkynnt lit ársins 2015 og er það Marsala 18-1438 sem er fallega rauðbrúnn litur. í yfir 50 ár hefur Pantone verið leiðandi litakerfi í heiminum. Danska hönnunarfyrirtækið Room Copenhagen hefur í samstarfi við Pantone og Knud Holscher design studio hannað línu af litríkum vörum undir nafninu Pantone Universe fyrir heimilið eða skrifstofuna, í þínum uppáhaldslit.

Árið 2015 bætist nýji liturinn við línuna og hægt verður að fá vinsælu thermo-kaffimálin í Marsala litnum.

10115 PANTONE Universe Thermo Cup_Marsala - 18-1438-1 Pantone Universe_Color of the year 2015_Room Copenhagen