NÝTT MERKI Í EPAL: FRANCK & FISCHER

Danska barnavörumerkið Franck & Fischer var stofnað árið 2005 af hönnuðinum Annemarie Franck og rekstrarhagfræðingnum Charlotte Fischer. Franck & Fischer eru skemmtilegar barnavörur sem framleiddar eru á mjög umhverfisvænan hátt. Leikföngin eru til að mynda öll framleidd úr textíl sem gerður eru úr GOTS vottuðum bómull og eru allar textílvörur litaðar eða prentaðar án allra eiturefna. Franck & Fischer vinna í nánu samstarfi við framleiðendur sína og geta því bæði vottað fyrir umhverfisvænni framleiðslu og heilbrigðu vinnuumhverfi starfsfólks. Yfirskrift Franck & Fischer er “Design for kids- made with care”, og eru það orð að sönnu.

407411_325398184149025_1762551424_n 408247_325398147482362_494320843_n 382749_325398114149032_271630714_n 307127_272417329447111_361904944_n 393538_325398234149020_313059640_n406767_327152077306969_721353263_n 10390991_747141385308034_3518213152117509924_n

Við hvetjum ykkur til að kíkja við og skoða úrvalið, en heimasíðu Franck & Fischer má finna hér.