JÓLABORÐIÐ: ÞÓRUNN HÖGNADÓTTIR

Þórunn Högnadóttir dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 17.-24.desember. Þórunn er stílisti og ritstýrir tímaritinu Home Magazine sem kemur út á netinu og á prenti, sjá hér, hún er einnig annáluð smekkkona og byrjar snemma að jólaskreyta heimilið sitt og er þetta hennar uppáhaldsárstími.

Hverju er gott að huga að þegar dekkað er upp hátíðarborð? Gott er að vera búin að ákveða eitthvað þema sem og hægt er vinna svo útfrá. Sniðugt er að vera búin að skreyta servíetturnar deginum áður. Það þarf oft ekki mikið til að búa til fallegar skreytingar á jólaborðið, einfalt og látlaust er oft fallegast.

Hvernig er stíllinn á borðinu? Svart, hvítt og náttúrulegt með smá bóhemísku yfirbragði.

20141217_182031

20141217_181419

20141217_182110

Það er sniðug hugmynd að nota Design Letter bolla sem jólaskraut, á borðinu má sjá bolla með J, O, L stillt upp til skrauts með sýprus trjám í.

20141217_182123

Könglatrén eru eftir tengdamóður Þórunnar, hana Þórunni Brandsdóttur. Þau er hægt að fá í Freebird eða sérpanta í Epal. Takið eftir að greinarnar hafa verið skreyttar með jólalakkrís frá Johan Bulow ásamt jólastelpu frá Hekla Íslandi.

20141217_182523-1

Screenshot_2014-12-17-21-28-05

20141217_181702

Hvaðan eru hlutirnir?

Diskar og glös: Iittala

Hnífapör: Stockholm frá Design House Stockholm

Kertastjakar: Kivi frá Iittala

Vasi: Savoy frá Iittala

Stafabollar: Design Letter frá Room Copenhagen

Sýprus tré: Ikea

Servíettur: Hekla Íslandi