NÝTT FRÁ LOUIS POULSEN: CIRQUE LJÓSIN

CIRQUE – lífleg hönnun & einstakir litir

Louis Poulsen kynnir nýja seríu af ljósum sem vekja athygli – ljósin eru hönnuð í samstarfi við sænska hönnuðinn og grafísku listakonuna Clöru von Zweigbergk. “ Ég verð ekki hissa ef þeir sem sjá ljósin hugsi samstundis um loftbelgi og hringekjur” segir Clara þegar hún er beðin um að lýsa nýju ljósunum.

CIRQUE Pendant Light 1-9_3

Serían sem ber heitið CIRQUE var hönnuð í samstarfi við Louis Poulsen og var innblásin af ferð í Tívolíið í Kaupmannahöfn. Tívolíið er fullt af hringekjum, sykurfrauði og lukkuhjólum. Þegar hlutur snýst mjög hratt í hringi þá renna litirnir saman og virðast vera lóðréttar línur af litum. Allt þetta veitti Clöru innblástur við hönnun á CIRQUE ljósunum sem er lífleg hönnun sem sameinar óhefðbundna liti og form í seríu af framsæknum ljósum sem munu bæði bæta við heimilið persónutöfrum og dirfsku.
cirque-århus-05 Louis-Poulsen-Cirque-Pendant-Light-cluster Louis-Poulsen-Cirque-Pendant-Light-restaurant louis-poulsen-cirque-valaisin øl-og-broed-7

CIRQUE ljósin henta jafnt fyrir veitingarstað, bar, eldhús eða borðstofu. Ljósin koma í þremur óvenjulegum en fallegum litasamsetningum og þremur stærðum Ø150 mm, Ø220 mm og Ø380 mm.

Eitt þeirra er mjög litríkt og hin tvö örlítið lágstemmdari. Þau koma bæði vel út stök eða nokkur saman og bæta við litum í hvaða rými sem er.

Verið hjartanlega velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáið þessu fallegu ljós með eigin augum.