JÓLABORÐIÐ : ÓLÖF JAKOBÍNA

Jólaandinn mun svífa yfir í desember 
og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Ólöf Jakobína Ernudóttir dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 16. desember – 24. desember og er hún fremsti stílisti landsins.

Ólöf Jakobína lærði innanhússarkitektúr á Ítalíu og hefur unnið við margvísleg verkefni í hönnunarbransanum. Árið 2011 stofnaði hún ásamt Guðbjörgu Káradóttur hönnunartvíeykið Postulínu en þær hanna og framleiða muni úr postulíni sem njóta í dag mikilla vinsælda. Ólöf Jakobína vinnur einnig í dag sem stílisti hjá tímaritinu Gestgjafanum og er því nokkuð æfð í að leggja á borð.

Matur á Mbl.is tók stutt viðtal við Ólöfu Jakobínu og fáum við að birta textann hér. Myndir: Epal.

Við þökkum Ólöfu Jakobínu kærlega fyrir að dekka þetta glæsilega borð sem skoða má betur í verslun okkar í Skeifunni 6.

15631181_10155564687593332_277561555_o

Hvaðan fékkstu hug­mynd­ir í ár?
Hug­mynd­irn­ar koma alltaf úr öll­um átt­um. Nú langaði mig að út­búa kósí og huggu­lega stemmn­ingu en um leið hátíðlega. Ég valdi dökk­grá­an dúk sem er að vísu rúm­teppi en mér fannst bæði lit­ur­inn og vefnaður­inn svo fal­leg­ur að ég ég skellti tepp­inu á borðið. Mér finnst gam­an að nota fín­lega hluti með gróf­um – spila með and­stæður. Stilla upp stór­um og veg­leg­um glervasa frá Georg Jen­sen og þar við hliðina gróf­um leirpotti, nota fín­leg­ar Euca­lypt­us-grein­ar með gróf­um lauk­um, amaryll­is og hý­asint­um. Litlu gulldisk­arn­ir koma svo með hátíðleik­ann og jóla­trén má ekki vanta.

Hvaða hlut­ir eru á borðinu? 
Mat­ar­disk­arn­ir eru frá Al­essi
Litlu gylltu disk­arn­ir eru frá Tom Dixon
Hnífa­pör­in eru hönn­un Louise Camp­bell, frá Georg Jen­sen
Glös­in eru frá Muuto
Brettið á miðju borði er frá Ferm Li­ving
Stóri kerta­stjak­inn er Ku­bus frá By Lassen og á borðinu eru líka vör­ur frá Postu­línu, hvítu postu­lín­sjó­la­trén, svart­ir blóma­pott­ar og blóma­vas­ar.
Ef þú ætlaðir að kaupa þér einn hlut á hátíðar­borðið hvað væri það?
Ég myndi kaupa mér Al­fredo-blóma­vas­ann frá Georg Jen­sen – ég elska græna glervasa og þessi er al­gjör lúx­usút­gáfa, virki­lega hátíðleg­ur.
 
Er mat­ur skraut?
Já, það má kannski segja það. Fal­leg­ur mat­ur vel sett­ur upp á disk get­ur verið al­gjört lista­verk og því vissu­lega skraut. Það er því oft gott að nota ein­falda diska fyr­ir fal­lega rétti, eitt­hvað sem stel­ur ekki at­hygl­inni frá matn­um.
Hvaða skreyt­ing­ar­ráðum lum­ar þú á?
Þegar lagt er á jóla­borðið er til­valið að nota eitt­hvað per­sónu­legt, jóla­fönd­ur frá börn­un­um eða fal­leg­ar jóla­kúl­ur sem fylgt hafa fjöl­skyld­unni. Oft er best að hafa grunn­inn ein­fald­an, ein­lit­an dúk ef nota á dúk og reyna þannig að tóna borðið niður. Greni og köngl­ar er klass­ískt skraut á jóla­borðið og alltaf fal­legt – munið að ein­fald­leik­inn er oft­ast best­ur.
 
Hvað not­ar þú yf­ir­leitt marga liti?
Sem fæsta, er ekki mjög litaglöð. Grunn­ur­inn er oft­ast hvít­ur, svart­ur, grár eða beige en mér finnst fal­legt að blanda ein­um eða tveim­ur lit­um við, svona við hátíðleg tæki­færi. Ann­ars finnst mér fal­leg­ast að nota lit­ina úr nátt­úr­unni, brúna liti frá mis­mun­andi viðar­teg­und­um, græna liti frá plönt­um og skær­ari liti frá af­skorn­um blóm­um og ávöxt­um.

15631118_10155564685313332_18934837_o 15658119_10155564686883332_84401415_o 15658240_10155564684603332_1261199500_o 15658243_10155564684733332_93221886_o 15631229_10155564687683332_1301562049_o15659042_10155564687293332_1108610955_o 15681928_10155564686268332_995142444_o 15682391_10155564686998332_355893453_o115631497_10155564684463332_455187299_o