Savoy vasinn – finnskt hönnunartákn.

Savoy vasinn var hannaður árið 1936 af Alvar Aalto og eiginkonu hans Aino Aalto. Alvar Aalto sendi inn fyrstu teikningar af vasanum í keppni sem haldin var af Karhula -Iittala verksmiðjunni og vann hann fyrsta sæti, tillaga hans voru nokkrar grófar skissur teiknaðar með blíanti og vaxlitum.  Vasarnir voru framleiddir og sýndir á heimssýningunni í París árið 1937 þar sem þeir slógu í gegn og klassíkin var fædd.

Savoy vasarnir eru í dag finnskt hönnunartákn og eru eflaust ein frægasta glerhönnun í heimi.



Vasarnir eru framleiddir af Iittala og koma í fjölmörgum litum.  Þeir eru tilvaldir í útskriftargjafir og brúðkaupsgjafir.