Heimsókn frá Fredericia dagana 16. – 18. nóvember

Dagana 16. – 18. nóvember bjóðum við 15% afslátt af öllum vörum frá Fredericia.

Ein þekktasta hönnun Børge Mogensen er spænski stóllinn sem hann hannaði fyrir Fredericia árið 1958. Á ferðalagi um Spán kom Børge Mogensen auga á klassískan spænskan stól. Einkennandi voru breiðir armar. Þau einkenni yfirfærði hann síðan á eigin hönnun og þaðan dregur stóllinn nafn sitt. Lág sethæð og breiðir armar eru hugsaðir til þess að ná fram sem bestri hvíld, helst með drykk við hönd.

”My goal is to create items that serve people and give them the leading role. Instead of forcing them to adapt to the items”. – Børge Mogensen.

Einn þekktasti borðstofustóllinn frá Fredericia er J39, eða ,,Folkestolen” sem var fyrst kynntur til sögunnar árið 1947. ,,Einfaldleiki, notagildi og gæði” voru einkunnarorð Børge Mogensen við hönnun J39.

Einn glæsilegasti hægindarstóll frá Fredericia er OX Chair / Uxinn sem hannaður var af Hans J. Wegner árið 1960. Wegner sótti innblástur í abstrakt verk Picasso við hönnun stólsins. Wegner hannaði yfir 500 stóla á starfsævi sinni og var Uxinn einn af hans uppáhaldsstólum.  ”A chair should have no back side. It should be beautiful from all sides and angles”. – Hans J. Wegner.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og kynntu þér heim Fredericia.