Íslensk-dönsk hönnun frá Cane-line vinnur þýsku hönnunarverðlaunin

Það gleður okkur að tilkynna að Choice stóllinn sem hannaður er af íslensk-danska hönnunarteyminu Welling/Ludvik hefur unnið þýsku hönnunarverðlaunin fyrir framúrskarandi húsgagn.
Choice stóllinn vekur athygli sem fjölhæfur stóll sem hannaður er með glæsileika og sjálfbærni í huga. Skelin er framleidd úr 98% endurunnu PP plastefni og auðvelt er að skipta um áklæði og fætur þar sem ekkert lím er notað, og því hægt að aðlaga Choice að hvaða umhverfi sem er. 

Kynntu þér betur Choice stólinn hér: www.cane-line.com/collections/choice