Jólaborðið í Epal Skeifunni : Elva Hrund

Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.

Elva Hrund Ágústsdóttir dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 8. desember – 14.desember. Elva Hrund er menntaður innanhússráðgjafi frá Danmörku og starfar sem stílisti og blaðamaður hjá matarvef mbl.is. Borðbúnaðurinn sem sem Elva Hrund lagði á borðið ásamt tauservíettum og gylltum ostruskálum er frá Ferm Living, glösin eru frá Frederik Bagger og gylltir kertastjakar eru frá Nordic Tales. Allt fáanlegt í Epal.

Jólaborðið í Epal Skeifunni : Kári Sverriss

Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.

Kári Sverriss ljósmyndari dekkaði upp glæsilegt jólaborð í Epal Skeifunni sem stendur til 7. desember. Kári Sverriss er mikill smekkmaður og tekur að sér ljósmyndaverkefni á alþjóðavettvangi við góðan orðstýr, ásamt því heldur hann úti vinsælum Instagram miðli @appreciate_thedetails ásamt unnusta sínum Ragnari Sigurðssyni, innanhússarkitekt. Saman vinna þeir að gerð sjónvarpsþátta um heimili og hönnun sem væntanlegir eru vorið 2022.

Jólaborðið í Epal Skeifunni : Halla Bára

Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.

Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður dekkaði upp glæsilegt jólaborð í Epal Skeifunni sem stendur til 1. desember.

Bókin Desember er ný bók frá hjónunum Höllu Báru og Gunnari Sverrissyni, Home and Delicious sem gefið hafa út bækur og tímarit um heimili, hönnun og arkitektúr síðustu ár.

Bókin er um desember, aðventuna og jólin – stemmningu, innblástur og hugmyndir fyrir þennan árstíma.

Halla Bára er með meistaragráðu í innanhússhönnun frá Domus Academy í Mílanó á Ítalíu. Hún vinnur sem innanhússhönnuður og ráðgjafi að ýmsum verkefnum jafnframt því að ritstýra Home and Delicious vefsíðunni. Halla Bára hefur haldið vinsæl námskeið um innanhússhönnun sem við mælum með að áhugafólk um hönnun og heimili kynni sér nánar.