ÍSLENSK HÖNNUN: SUNRISE EFTIR ÖNNU ÞÓRUNNI

Við vorum að fá til okkar glæsilega viðarbakka úr smiðju vöruhönnuðarins Önnu Þórunnar Hauksdóttur sem bera heitið Sunrise. Beðið hefur verið eftir bökkunum með mikilli eftirvæntingu en langan tíma tók að finna rétta framleiðendur og því eru það gleðifréttir að fá að kynna fyrir ykkur þessa glæsilegu viðbót í sístækkandi vöruúrval Önnu Þórunnar.

Um bakkana segir Anna Þórunn;

“Viđ erum umkringd formum hvort sem þau eru manngerđ eđa úr náttúrunni en hvert og eitt okkar les ólíkt úr þeim. Ég var að vinna með geómetrísk form og fannst mér spennandi hvað við upplifun hvert og eitt okkar form á mismunandi hátt hvort sem þau eru manngerð eða úti í náttúrunni eins og með skýin. Það sem ég les t.d. út úr bakkanum er hús sem stendur undir fjalli og sólin er að koma upp…”

bakki-minnkadur

Sunrise bakkann er hægt að nota á marga vegu, meðal annars undir skartgripi, ilmvötn og fallega smáhluti ásamt því að bakkinn er tilvalinn til að bera fram morgunkaffið, kvöldsnarlið eða undir kertastjaka á stofuborðið.

retouchee2 img_8091-2 img_8288-2

Sunrise kostar 19.900 kr. – og fæst hjá okkur í Epal.