HönnunarMars: ANNA THORUNN

HönnunarMars hefst í Epal í dag með opnunarhófi á milli kl. 17 – 19. Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

Hönnunarmerkið ANNA THORUNN var stofnað af Önnu Þórunni Hauksdóttur við útskrift frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Vörurnar eru hannaðar og framleiddar út frá innblástri af eigin upplifun og tilfinningum. Hönnunin byggist á einskonar ástríðuferðalagi sem Anna Þórunn leggur í sem part af hönnunarferlinu. Ferlið endar svo með hlut sem hefur ekki einungis notagildi heldur vekur einnig upp tilfinningar hjá notandanum.

ANNA THORUNN er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars og sýnir nýjar vörur – 

Ottobre

Hugmyndin af sófaborðinu Ottobre kemur frá skúlptúrum í allri sinn mynd.

Hugsunin að hafa efni fyrir framan sig sem hægt er að vinna með og gera að sínu jafnvel tvinna saman ólíkum efnum með ólíkri efniskennd bæði sjómrænu og áþreifanlegu hljómar afar spennandi.

Efnin tvö sem eru notuð er í Ottobre er spegill sem virkar eins og fljótandi efni sem drekkur í sig umhverfið og hvern einasta sólargeisla meðan viðurinn er stöðugur og jarðtengdur,virkar eins og massi sem enginn getur hreyft við. Einskonar ying og yang.

Bliss

Formið á Bliss er mjúkt og áreynslulaust en kúlu formið hefur ávallt heillað mig. Í æsku eignaðist ég spegil með slíku formi sem hafði verið vinsæll á áttunda áratugnum en svo skemmtilega vildi til að ég rakst á hann  á flóamarkaði og einhvern veginn festis hann í huga mér og vasinn Bliss varð til. Vasinn er nútímalegur með smá yfirbragð áttunda áratugarins sem gefur hverju rými aukna gleði og hamingju. Hver er þín hamingja?

Kimati 

Hugmyndin af Kimati kemur út frá vöntun á fallegri, tímalausri og praktískri hirslu fyrir eyrnalokka. Með Kimati er auðvelt að halda skipulagi á eyrnalokkunum og þannig geta gengið að þeim vísum. Fyrir þægindi er spegill í loki hirslunnar sem auðveldar að setja lokkana á sig.

 

Verið velkomin á HönnunarMars í Epal dagana 28. – 31. mars.

Jólaborðið í Epal : ANNA THORUNN

Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og stílista sem dekkuðu jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.  Anna Þórunn vöruhönnuður dekkaði upp jólaborðið í Epal síðustu viku ársins og sjá má skemmtilega notkun af vinsælum Feed Me skálum sem eru ein þekktasta hönnun Önnu Þórunnar.

Hönnunarmerkið ANNA THORUNN var stofnað af Önnu Þórunni Hauksdóttur við útskrift frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Vörurnar eru hannaðar og framleiddar út frá innblástri af eigin upplifun og tilfinningum. Hönnunin byggist á einskonar ástríðuferðalagi sem Anna Þórunn leggur í sem part af hönnunarferlinu. Ferlið endar svo með hlut sem hefur ekki einungis notagildi heldur vekur einnig upp tilfinningar hjá notandanum.

“Mig langaði til að hafa borðið svolítið öðruvísi þannig að ég ákvað að Feed Me skálin yrði að matardisk sem að í sjálfu sér er alveg raunhæft. Mér finnst gaman að brjóta reglur og upplifa hluti upp á nýtt.” Anna Þórunn Hauksdóttir.

Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð? Mjög gott er að byrja að athuga hvað maður á þegar og reyna hugsa hlutina upp á nýtt.t.d hvaða litaþema maður vill nota ásamt hvaða stemmningu maður vill ná fram.

Hvaða hlutir eru á borðinu? Feed Me skálin bæði í svörtu og hvítu en svarta er svo til nýkomin á markað og hefur hún fengið frábærar móttökur. Hay hnífapör, rauðvíns glös frá Rosenthal, Essence vatnsglös frá iittala sem eru svotil nýkomin í þessum litum dökk gráum og dökk grænum ásamt karöflunni úr sömu línu. Prosper blómavasinn er mín hönnun og er í framleiðsluferli. Gylltu kertastjakarnir eru frá Menu en sá svarti fyrir tvö kerti frá Ferm Living. Ég notaði Hay rúmteppi fyrir dúk.

Hvaða hlut værir þú helst til í að eiga af hátíðarborðinu? Ég væri meira en til í að eiga vatnsglösin og karöfluna. Mig vantar mjög mikið að endurnýja hjá mér hnífapörin þannig að Hay hnífapörin eru á óskalistanum. Ég er svo heppin að eiga nú þegar Menu stjakana og viðar jólatrén sem eru á borðinu, og svo á ég auðvitað fjölmargar Feed Me skálar.

Ferðu eftir vissu þema þegar þú skreytir? Mér finnst mjög gott að hugsa um hvaða stemningu mig langar til að ná fram. Það flýtir fyrir, því það getur verið mjög tímafrekt að dekka borð ef maður veit ekki hvað maður vill. Við borðum t.d. alltaf við dúk hversagslega hér heima, hann gefur hýju og rammar inn borðbúnaðinn en ef við fáum gesti þá leita ég inní ískáp eftir ávöxtum eða í einhverjar aðrar hirslur eftir smádóti en útkoman getur orðið mjög skemmtileg og alls ekki formleg!

 

 

 

HÖNNUNARMARS Í EPAL: ANNA ÞÓRUNN

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23.-26.mars, kynnið ykkur endilega opnunartíma og sýnendur á facebook viðburðinum okkar: https://www.facebook.com/events/1825393947677990/

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Sýnendur eru: Anna Thorunn, Ihanna Home, Margrethe Odgaard, Marý, Hring eftir hring, Sigurjón Pálsson og Vík Prjónsdóttir.
Ásamt sýningunni Íslensk samtímahönnun á frímerkjum. Textílhönnun eftir Anítu Hirlekar, Bryndísi Bolladóttur, Rögnu Fróða og Vík Prjónsdóttur er viðfangsefni áttundu frímerkjaútgáfu Póstsins í seríunni Íslensk samtímahönnun. Frímerkin sem eru hönnuð af Erni Smára verða sýnd í stækkaðri mynd ásamt hlutunum sem prýða þau.

 

Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður frumsýnir stóllinn By 2 sem gerður var í samvinnu við eiginmann hennar Gian Franco Pitzalis. Ásamt blómavasanum Prosper sem gefur nýja skynjun á blóm í vasa, og borðspegli og skartgripahirslunni Insight sem gerður er úr grænum marmara.

INSIGHT : “Þríhyrningsformið á sér víðtaka merkingu í hinum efnislega sem og andlega heimi.Formið gefur frá sér innra rými óendanleikans sem kallar á að við skoðum okkur sjálf og gefum okkur rými til að vera.”

PROSPER : “Er blómavasi sem gefur nýja skynjun á blóm í vasa. Lok með fáeinum götum þekur yfirboð vasans og gefur með því tilfinningu líkt og blóm sé að vaxa upp úr moldinni.Frá hverju gati fyrir sig liggur rör niður í vasann sem gefur blóminu styrk að standa eitt og sér. Einnig er hægt að nota vasann á loks og verður hann þar af leiðandi eins og hver annar vasi.”

Myndir : Kristinn Magnússon

ÍSLENSK HÖNNUN: SUNRISE EFTIR ÖNNU ÞÓRUNNI

Við vorum að fá til okkar glæsilega viðarbakka úr smiðju vöruhönnuðarins Önnu Þórunnar Hauksdóttur sem bera heitið Sunrise. Beðið hefur verið eftir bökkunum með mikilli eftirvæntingu en langan tíma tók að finna rétta framleiðendur og því eru það gleðifréttir að fá að kynna fyrir ykkur þessa glæsilegu viðbót í sístækkandi vöruúrval Önnu Þórunnar.

Um bakkana segir Anna Þórunn;

“Viđ erum umkringd formum hvort sem þau eru manngerđ eđa úr náttúrunni en hvert og eitt okkar les ólíkt úr þeim. Ég var að vinna með geómetrísk form og fannst mér spennandi hvað við upplifun hvert og eitt okkar form á mismunandi hátt hvort sem þau eru manngerð eða úti í náttúrunni eins og með skýin. Það sem ég les t.d. út úr bakkanum er hús sem stendur undir fjalli og sólin er að koma upp…”

bakki-minnkadur

Sunrise bakkann er hægt að nota á marga vegu, meðal annars undir skartgripi, ilmvötn og fallega smáhluti ásamt því að bakkinn er tilvalinn til að bera fram morgunkaffið, kvöldsnarlið eða undir kertastjaka á stofuborðið.

retouchee2 img_8091-2 img_8288-2

Sunrise kostar 19.900 kr. – og fæst hjá okkur í Epal.