HÖNNUNARMARS Í EPAL: ANNA ÞÓRUNN

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23.-26.mars, kynnið ykkur endilega opnunartíma og sýnendur á facebook viðburðinum okkar: https://www.facebook.com/events/1825393947677990/

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Sýnendur eru: Anna Thorunn, Ihanna Home, Margrethe Odgaard, Marý, Hring eftir hring, Sigurjón Pálsson og Vík Prjónsdóttir.
Ásamt sýningunni Íslensk samtímahönnun á frímerkjum. Textílhönnun eftir Anítu Hirlekar, Bryndísi Bolladóttur, Rögnu Fróða og Vík Prjónsdóttur er viðfangsefni áttundu frímerkjaútgáfu Póstsins í seríunni Íslensk samtímahönnun. Frímerkin sem eru hönnuð af Erni Smára verða sýnd í stækkaðri mynd ásamt hlutunum sem prýða þau.

 

Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður frumsýnir stóllinn By 2 sem gerður var í samvinnu við eiginmann hennar Gian Franco Pitzalis. Ásamt blómavasanum Prosper sem gefur nýja skynjun á blóm í vasa, og borðspegli og skartgripahirslunni Insight sem gerður er úr grænum marmara.

INSIGHT : “Þríhyrningsformið á sér víðtaka merkingu í hinum efnislega sem og andlega heimi.Formið gefur frá sér innra rými óendanleikans sem kallar á að við skoðum okkur sjálf og gefum okkur rými til að vera.”

PROSPER : “Er blómavasi sem gefur nýja skynjun á blóm í vasa. Lok með fáeinum götum þekur yfirboð vasans og gefur með því tilfinningu líkt og blóm sé að vaxa upp úr moldinni.Frá hverju gati fyrir sig liggur rör niður í vasann sem gefur blóminu styrk að standa eitt og sér. Einnig er hægt að nota vasann á loks og verður hann þar af leiðandi eins og hver annar vasi.”

Myndir : Kristinn Magnússon