Kubbadagatal 2019 frá SANÖ Reykjavík

Kubbadagatalið vinsæla frá SANÖ Reykjavík er komið í sölu í Epal Skeifunni og Epal Kringlunni. Yfir 200 ný heilræði frá fyrra ári, eitt heilræði fyrir hvern dag. Dagatalskubburinn kemur sér og er hægt að festa hann á 6 mismunandi bakgrunna sem fylgja með kubbnum. Góð leið til að byrja daginn! Takmarkað upplag!

Verð: 3.900 kr. –

DAGATÖL 2016

Við eigum til flott dagatöl sem eru jafnframt íslensk hönnun.
Rifdagatalið eftir Snæfríði Þorsteins og Hildigunni Gunnarsdóttur kannast margir við, það kemur út í nýrri útgáfu á hverju ári og er það einnig framleitt í dag af danska hönnunarfyrirtækinu HAY undir línu þeirra Wrong for Hay. Í ár kemur dagatalið út í tveimur útgáfum, 
Dagatal 1: “ALMENN ÞEKKING HINNA UPPLÝSTU” – 
Teikning á framhlið – texti íslensku á bakhlið um uppgötvanir, uppfinningar og hugmyndir heimssögunnar, unnið í samstarfi við Vísindavef Háskóla Íslands og textaskrif í þeirra höndum. 
Efnisflokkar spanna hin margbreytilegu svið mannlífsins. Vísindi, stærðfræði, eðlisfræði – sem og listir, heimsspeki, mannfræði og hversdagsmenningu.
Við nálgun í texta og myndrænu útliti var lög áhersla á skapa einstaka heild með léttum og forvitnilegum undirtón sem höfðar til breiðs aldurshóps.
Dagatal 2:
Hið hefðbundna “rifgataða dagatal” er í anda liðinna ára – en þó í stærra formati, svo skrifa megi inná það eftir höfði hvers og eins. Texti á íslensku og ensku.

12391286_10208057021934038_5122600618288812030_n

Við eigum einnig til dásamlegt Fagurkera dagatal eftir grafíska hönnuðinn Elsu Nielsen, en hún hefur teiknað eina trélitamynd á dag frá 1.janúar.
Um er að ræða gjafakassa með 12 blokkum með hverjum mánuði og þú „rífur“ einn og einn dag af í einu. Ein lítil trana fylgir í kassanum til að setja blokkirnar á. Hægt er að fylgjast með Elsu Nielsen á Instagram síðu hennar: https://www.instagram.com/elsanielsen/

12342386_10154399945614447_5030705707984602338_n

FAGURKERA DAGATAL

Við vorum að fá til okkar dásamlegt Fagurkera dagatal eftir grafíska hönnuðinn Elsu Nielsen, en hún hefur teiknað eina trélitamynd á dag frá 1.janúar.
Um er að ræða gjafakassa með 12 blokkum með hverjum mánuði og þú “rífur” einn og einn dag af í einu. Ein lítil trana fylgir í kassanum til að setja blokkirnar á.
Hægt er að fylgjast með Elsu Nielsen á Instagram síðu hennar: https://www.instagram.com/elsanielsen/

Verð: 13.500 kr.
12342386_10154399945614447_5030705707984602338_n12279045_10154399945714447_6909082622203500071_n 12321168_10154399945389447_1581960363704182947_n 12321624_10154399945394447_4808183925076828999_n 12341201_10154399945694447_7375239153548942878_n 12341305_10154399945774447_2405599050728912961_n
12347743_10154399945399447_2303613109385317913_n Screen Shot 2015-12-15 at 13.08.49

JÓLADAGATALIÐ Í ÁR : FORSALA

Forsala er hafin á ljúffenga lakkrís jóladagatalinu frá Johan Bülow, “24 little black secrets”. Ekki missa af þessu bragðgóða og skemmtilega jóladagatali í ár, tryggðu þér þitt dagatal núna.

Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Johan Bülow hefur notið mikilla vinsælda og er hann líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna.
Haft verður samband við þig þegar dagatalið kemur til landsins, panta -hér. 

 

Joladagatal2015-2 Joladagatal 2015