Ævintýri Tinna með Gísla Marteini í Epal Skeifunni

Gísli Marteinn fjallar um vinsælu teiknimyndabækurnar um ævintýri Tinna í Epal Skeifunni.

Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn er talinn vera okkar helsti Tinna-sérfræðingur en þessi sívinsælu ævintýri eftir höfundinn Hergé komu fyrst út á íslensku árið 1971 og fjölmargar bækur fylgdu í kjölfarið. Gísli Marteinn mun fara yfir ýmsar hliðar bókaflokksins Ævintýri Tinna með gestum í Epal Skeifunni, þar má nefna kynjahlutverkin eins og þau birtast í bókunum, stjórnmálaskoðanirnar og þá fordóma sem bækurnar ala á.

Aðdáendur Tinna á Íslandi eru fjölmargir og í Epal Skeifunni má finna gott úrval af Tinna varningi og safngripum.

Verið velkomin í Epal Skeifuna, fimmtudaginn 18. október frá kl. 19:00 – 20.30. Allir velkomnir.

15% afsláttur af öllum Tinna vörum og veglegt Tinna happdrætti.