FERM LIVING VEGGFÓÐUR

Veggfóðrin frá danska hönnunarfyrirtækinu Ferm Living eru æðislega flott og geta heldur betur hresst upp á heimilið. Innblástur veggfóðranna kemur úr ýmsum áttum, t.d. Skandinavískri náttúru, tísku, arkitektúr, flóamörkuðum og ferðalögum um heim allann. Veggfóðrin eru prentuð á WallSmart sem gerir það að verkum að mjög einfalt er að setja veggfóðrið upp. Hægt er að skoða video hvernig það er gert HÉR.

 

Litapalletta Ferm Living er falleg fyrir augað.

Þetta steypuveggfóður hefur notið mikilla vinsælda og gerir vegginn hráann og töff.

Krakkalínan er falleg, Bamba veggljósið er einnig frá Ferm Living.


Marmaraveggfóðrið er algjört æði og kemur með náttúrulegann blæ inná heimilið.

Hér að ofan má aðeins sjá brot af öllu úrvalinu, endilega skoðið heimasíðu Ferm Living HÉR og sjáið úrvalið en hægt er að panta öll veggfóður Ferm Living hjá okkur í Epal.